Borðið þér orma, frú Creed og Kristeva?
Jæja, þá er ég búinn að senda frá mér úthenduverkefnið úr grein Barböru Creed. Greinin er annars enn ein post-freudísk/feminíska greinin sem ég les í kvikmyndafræði. Bölvað helvítis torf gat hún verið. Ég þoli ekki þegar fræðimenn slá um sig með tyrfnu orðalagi til þess eins að sýna hvað þeir séu nú óttalega gáfaðir, svona menntasnobbsrúnk og geta aldrei komið sér að efninu á skýran og greinagóðan hátt. Mikil tilheyging til að teygja lopann. Það getur verið fjandanum erfiðara að skilja hvurn andskotann þeir eru að fara. Sbr. þessa tilvitnun í Juliu Kristevu:
Could the sacred be, whatever its variants, a two-sided formation? One aspect founded by murder and the social bond made up of a murderer’s guilt-ridden atonement, with all the projective mechanisms and obsessive rituals that accompany it; and another aspect, like a lining, more secret and invisible, non-representable, oriented toward those uncertain spaces of unstable identity, toward the fragility – both threatening and fusional – of the archaic dyad toward the non-seperation of subject/object on whivh language has no hold but one of fright and repulsion?
Eða
To each ego its object, to each superego tis abject. It is not the white expanse or slack boredom of repression, not the translations and transformations of desire that wrench bodies, nights and discourse, rather it is a brutish suferning that”I” puts up with, sublime and devastated, for “I” deposits it to the father’s account
(verse au pere – pere version): I endure it, for I imagine such is the desire of the other... On the edge of non-existence and hallucination, of a reality that, if I acknowledge it, annhiiates me. There, abject and abjection are my safeguards. The priemers of my culture.
Grmbl...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli