föstudagur, október 05, 2007

Ástandið í Írak – Pallborðsumræður.

Ég bendi áhugasömum á að í dag, föstudaginn 5. október kl. 12 verða pallborðsumræður um Írak í Norræna húsinu. Á kvikmyndahátíðinni eru sýndar fjórar myndir sem nálgast ástandið frá ólíkum hliðum; Taxi To The Dark Side (hana hef ég séð og mæli með henni), Shadow Company, Meeting Resistance, og Iraq in Fragments. Leikstjórar tveggja síðastnefndu myndanna eru staddir á landinu og taka þátt í málþinginu. Þar verður jafnframt rætt um hvernig kvikmyndir geta sýnt ástandið í nýju ljósi. James Longley (Iraq in Fragments) mun hafa verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir mynd sína og Molly Bingham og Steve Connors (Meeting Resistance) hafa starfað sem blaðamenn og fréttaljósmyndarar. Davíð Logi Sigðurðsson blaðamaður stjórnar málþinginu.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.