Somebody up there likes me - Jon Stewart og Stephen Colbert
Mér finnst æðislegt að fá fulltrúa Daily Show til Íslands þar sem skoðað er undanhald Íslendinga frá Írak (skjöplist mér ekki samanstóð liðið okkar af einum fréttafulltrúa) og stuðningurinn við stríðið. Er ég enda mikill aðdáandi Jon Stewart.
Hér fer hann yfir helstu málefni liðinnar viku: Ögrarnir Bush gagnvart Íran og viðbrögð Bandaríkjastjórnar við fyrirætlunum Tyrklandsstjórnar að gera innrás í Írak:
Ekki þykir mér svo verra að meistari Stephen Colbert bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna:
View More Colbert Videos
Ég myndi kjósa Stephen Colbert ef ég gæti. Ég veit ekki hvort Jon Stewart ætli að bjóða sig fram, annars er ég klofinn á milli þeirra. Á hinn bóginn er erfitt að hafna manni sem getur gert svona flott kóreskt r'n'b-tónistarmyndband. Rain ain’t got nothin’ on him :) :
Báðir eru báðfyndnir, aðdáunarverðir og hugrakkir snillingar, hvor á sinn hátt. Hér má að lokum sjá myndband þar sem Stephen Colbert ræðir í viðtali um sig og Jon Stewart og mismunandi nálganir. Þetta er jafnframt eitt af fáum skiptum sem maður sér Stephen Colbert þar sem hann er ekki í karakter:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli