þriðjudagur, október 30, 2007

Drullist þið heim með skít og skömm

Og nei, ég er ekki einn af rasitafávitunum að tala um innflytjendur eða fólk af erlendum uppruna (góð dæmi um síka rasistafávita má t.am. finna víða á huga.is). Ég er að tala um vopnaframleiðendurna í BAE sem sem funda nú á Hilton Nordica hótelinu, en þetta ku vera hluti af liðsstyrkingu (team building) hjá þeim. John Suttle, starfsmannastjóri þessa umdeilda fyritækis segist ekki búast við mótmælum. Ég hvet lesendur til að sýna þessum sölumönnum dauðans fram á hið gagnstæða.
Vísir fjallar nánar um málið.

Ég get svarið það, Nato-fundur og teambuilding hjá herfyrirtæki og áframhaldandi stuðningur við hernám í Írak og Afghanistan með friðarsúluna í baksýn. Finnst einhverjum öðrum en mér þetta vera ... hömm... íronískt?

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.