þriðjudagur, október 30, 2007

Two down... (almost)

Í dag kláraði loksins The Haunting of Hill House og er nánast búinn með úthenduna úr Jane Austen, sem ég þarf ekki að skila fyrr en á miðvikudag. Púha og boyah!
E.t.v. má segja að ég sé kominn í smá þjálfun eftir greinalestur og yfirferð á úthendunum í hrollvekjuverkefninu.

Það voru fagnaðarfundir að hitta Dovile og Lisu í dag á Bókhlöðunni, enda höfðum við ekki sést í langan tíma. Lisa bauð mér jafnframt í afmælið sitt á laugardaginn.
Í skrifum sem þessum er gott að drekka te og kaffi og hlusta á Edith Piaf. Því vil ég leyfa ykkur, ágætu lesendur, að njóta La vie en Rose með mér. :)

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.