þriðjudagur, október 09, 2007

Support our troop!

Doddi benti mér á þetta skemmtilega myndband og því fannst mér tilvalið að deila því líka með lesendum þessa bloggs.

...

Danir nota upplýsingar sem eru fengnar með pyntingum

"Anders Fogh sagði að þótt Danir væru algerlega á móti pyntingum þá gætu yfirvöld ekki leitt hjá sér upplýsingar sem vörðuðu öryggi þegnanna. Jafnvel þótt þau grunaði að þær upplýsingar hefðu verið fengnar með pyntingum."

Auðvitað ertu fjandakornið ekkert á móti pyntingum ef þú ert tilbúinn að slafra í þig rotna ávexti þeirra möglunarlaust, þ.e. vafasamar upplýsingar sem hafa fengist við að kvelja fólk og láta það sæta niðurlægjandi meðferð. Ef ég væri pyntaður nógu lengi myndi ég eflaust halda því fram að amma mín hefði startað Skaftáreldum. Shoot and weep.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.