mánudagur, nóvember 27, 2006

Alþjóðlegur samstöðudagur með Palestínu og opinn fundur 29. nóvember.



Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir opnum fundi á alþjóðlegum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna með réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar. Fundurinn fer fram á Hótel Borg, miðvikudaginn 29. nóvember kl. 20:00. Aðalræðumaður er Ziad Amro, fyrrum framkvæmdastjóri og síðar formaður Öryrkjabandalags Palestínu. Balzamersveitin Bardukha mun einnig leika nokkur lög af nýútkominni plötu.

Ziad Amro er 41 árs félagsráðgjafi að mennt, fæddur í Hebron. Hann er helsti frumkvöðull í málefnum fatlaðra í Palestínu; stofnandi, fyrrum framkvæmdastjóri og síðar formaður Öryrkjabandalags Palestínu.
Ziad sem er sjálfur blindur er jafnframt forystumaður í samtökum blindra.
Hann er kvæntur, býr í nágrenni Ramallah og á tvö ung börn.

Balzamertónlist Bardukha á rætur sínar að rekja til austur-evrópskrar, arabískrar og persneskrar þjóðlagahefðar auk sígaunatónlistar. Sveitin hefur haldið nokkra tónleika síðustu misserin og komið fram bæði í sjónvarpi og útvarpi. Sveitin er skipuð Hjörleifi Valssyni, harmonikkuleikaranum Ástvaldi Traustasyni, kontrabassaleikaranum Birgi Bragasyni og arabíska handtrommuleikaranum S.G. (Steingrímur Guðmundsson).

29. nóvember ár hvert er alþjóðlegur samstöðudagur að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna með réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar.
Félagið Ísland-Palestína var stofnað var þann dag árið 1987

Allir eru velkomnir á fundinn og vonumst við til að sjá sem flesta.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Glæsibragur

meðan þið genguð glæstu sniði
um gullna sali
sem ljómuðu litavali
og lékuð í fornum friði
að flaðrandi þjónaliði
sem hagræddi hringjum og snéri
huangi og sméri
og klæddi silki yðar set

sat móðir þrælsins rugu og réri
í rökkrinu og grét.


-- Jónas E. Svafár, Það blæðir úr morgunsárinu, 1952

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Lag dagsins: Jealous Guy með John Lennon & The Plastic Ono Band, af plötunni Imagine.

föstudagur, nóvember 17, 2006

Ég er spenntur fyrir bók Halldórs Guðmundssonar um Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson; Skáldalíf-Ofvitinn í Suðursveit og Skáldið á Skriðuklaustri. Vísir fjallar nánar um bókina. Ég hef blaðað í henni og hún lofar góðu. Námskeið Halldórs um Gunnar og Þórberg var líka frábært. Ég er talsmaður þess að jólin byrji á réttum tíma, en nú veit ég um alla vegana eina bók sem mig langar í í jólagjöf (hint, hint). ;)
Eins bíð ég spenntur eftir ævisögu Gunnars, sem Jón Yngvi Jóhannson vinnur nú að en þarf víst að sína meiri þolinmæði þar. Ég held að séu allav. 1-2 ár í hana.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Grein Jameelu al-Shanti, „Við sigruðumst á ótta okkar“ má finna á bls. 35 í Morgunblaðinu í dag í þýðingu minni.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Gaza, algengar spurningar og svör



Í fréttatilkynningu frá Gush Shalom má m.a. finna algengar spurningnar og svör um núverandi ástand á Gaza sem ísralskar friðarhreyfingar hafa tekið saman. Nánar tiltekið eru það Coalition of Women for Peace, Gush Shalom, Hadash; Anarchists Against the Wall, The High School Seniors Letter, Taayush, Yesh Gvul, Rights, ICAHD og the The Students Coalition – Tel Aviv. Ég hvet lesendur sérstaklega til að lesa spurningarnar og svörin, þau gefa góða innsýn.

Síminn minn er fundinn!



Ví! :D

The Rolling Stones - No Expectations (Rock & Roll Circus, 1968)



Ég hef legið mikið yfir Rolling Stones-myndböndum á youtube undanfarið, enda sveitin í sérlegu uppáhaldi hjá mér. Bendi ég þá sérstaklega á þetta myndband þar sem þeir flytja No Expectations í Rock and Roll Circus 1968. Þetta var í síðasta sinn sem Brian Jones lék með þeim á sviði og slide-gítarleikur hans er sérstaklega fallegur, samspil hans og Keith Richards strömmandi á kassagítarinn frábært, að öðrum ólöstuðum. Allir eru góðir.

Mér finnst í senn eitthvað tregafullt, fallegt, og kúl við Brian í þessu myndbandi. Kyrrlátur og hljóður og spilandi þessa unaðslegu tóna. Kannski er það vitneskjan um það sem koma skyldi, auk þess sem þetta fallega lag er auðvitað tregafullt í sjálfu sér. Brian var kominn í mikla neyslu á þessum tíma, það voru erfiðleikar í bandinu og í einkalífinu. Hann lést ári seinna. Þykir manni þá þeim mun vænna að sjá þá leika svona vel saman, að á síðustu tónleikunum sínum með The Rolling Stones fúnkeraði Brian enn sem hljóðfæraleikari, lék óaðfinnanlega og bandið allt lék vel saman.

“Brian was incredibly young when he died. I look at pictures of my wife and myself at Brian’s funeral and I just think, ‘Bloody hell’. We were so young.”
--Charlie Watts

R.I.P. Brian.

Ég held sérlega upp á eftirfarandi línu í laginu:

Our love was like the water
That splashes on a stone
Our love is like our music
Its here, and then its gone

Af vel heppnuðum mótmælafundi, þjóðhátíðardegi Palestínu og óvæntum skoðanabróður.






Í dag er þjóðhátíðardagur Palestínu. Birti ég þessa mynd Naji ‘al-Ali af því tilefni.

Mótmælafundurinn í gær heppnaðist sérlega vel. Fundurinn með sendiherranum, fulltrúum stjórnmálaflokkanna og utanríkisráðherra átti upphaflega að vera í dag en var flýtt um einn dag. Fengum við að heyra að hann yrði í staðinn kl. 11 morguninn eftir, og höfðum við því 14 tíma til stefnu. Við létum skilaboð ganga eins og eld í sinu og um hundrað manns mættu með fána, skilti og borða á mótmælafundinn. Þar mátti finna áletranir á borð við “Frjáls Palestína, “Stöðvum barnamorðin”, „Alþjóðlega vernd fyrir Palestínu“, „Stöðvið stríðsglæpina“ og „Ísraelsher burt úr Palestínu“.

Það kom mér einnig skemmtilega á óvart að hægt hefði verið að fá fulltrúa sjónvarpsstöðvanna og blaða á staðinn, snemma morguns með ekki lengri fyrirvara.
Morgunblaðið greindi frá þessu sem og RÚV og Vísir.

Sveinn Rúnar og Ögmundur Jónsson ávörpuðu fundinn. Eldar minnti svo á dagsskrána um kvöldið, sem mér láðist reyndar að geta hér, en við sýndum heimildamyndina Gaza Strip í Alþjóðhúsinu. Þar flutti Sveinn Rúnar einnig erindi og hljómsveitin Retro Stefson lék nokkur lög.

Ég er þó ekki frá því að Elías Davíðsson hafi átt orð dagsins. Ég sé hann spjalla við einhvern mann sem ég þekkti ekki, þar sem Elías heldur á heimatilbúnu skilti á hebresku. Þeir glotta hver til annars er maðurinn spyr hvað standi á skiltinu:

Elías: „Það stendur: „Vertu velkomin hingað. Komdu og heimsóttu Bláa lónið!“
Maður: „Og bara upphrópunarmerki?“
Elías: „Það er fyrir Bláa lónið.“

Þegar hann var seinna spurður nánar hvað stæði þarna í raun svaraði hann að þar stæði: “Hypjaðu þig heim til þín, þjónn glæpamanna!”.

Sendiherrann laumaði sér út bakdyrameginn eftir að mótmælunum lauk, svo við náðum ekki að hitta hana. Skilaboðin voru hins vegar skýr. Ég tel góða mætinguna sýna að Íslendingar hafa samúð með þjáningum Palestínumanna og hryllir við glæpum Ísrelsríkis. Við kærum okkur ekki um aumar afsakanir talsmanns stríðsglæpamanna og morðingja.


Ef þið lesið kommentið við færsluna á undan má sjá að Vittorio Arrigoni, ítalskur mannrétttinda- og friðar-aktívisti, kommentaði við færsluna á ensku og bauð mér að skiptast á linkum. Stuðningsmaður réttinda Palestínumanna, eins og ég. Mér er það ánægja og heiður. Það er sélega ánægjulegt að finna slíkan samhug að fá óvænt skilaboð frá sér áður óþekktum baráttubróður á Ítalíu. Samstaðan gegn glæpum Ísraelsríkis og fyrir mannréttindum Palestínumanna er víða og slík skilaboð blása manni kapp í brjóst. Vittorio var fangelsaður í Ísrael í fyrra fyrir friðarbaráttu sína. Nú get ég ekki sagt að ég lesi ítölsku, þó ég hafi lært frönsku og latínu en eins og Vittorio segir í kommentinu segja myndirnar oft meira en mörg orð. Ef einhver getur skýrt nánar ítölskuna fyrir mér, væri það vel þegið.
Ég skelli því hlekk á síðuna til hægri, og mæli með því að þið tékkið á henni.

Lag dagsins á vel við, það er lagið Guðs útvalda þjóð með Egó af plötunni Í mynd, og læt ég textann fylgja hér:

Guðs útvalda þjóð

Líkt og forðum að heiðnum sið
að brenna menn á báli,
þeir herja á bæi, boða frið,
með glampa af ísraelsku stáli.

Í minningu milljóna gasdauðra manna,
réttlæta morð á nýfæddu barni.
Heiminum vilja sína og sanna
að þeir séu guðs útvaldi kjarni.

Limlestir búkar, neyðaróp,
fullorðin börnin ærir.
Logandi helvíti, sársaukahróp,
saklausir skotnir á færi.

Sandurinn geymir sólhvít bein,
ryðgaðar stríðsminjar.
Er ekkert eftir nema minningin ein,
í loftinu dauðann þú skynjar.

Í búðum flóttans lifir von
um frjálst Palestínuríki,
að þjóðin mun eignast einn daginn son,
sem mun birtast í friðar líki.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!





Mér varð hugsað til þessarar myndar eftir Naji ‘al-Ali þegar ég heyrði fréttirnar um fjöldamorðin á Gaza og las áhrifamikla grein Jameelu al-Shanti, We Overcame Our Fear. Jameela er þingkona Hamas í fulltrúadeild palestínska þingsins og hún fór fyrir hetjulegri mótmælagöngu palestínskra kvenna 3. nóvember. Konurnar söfnuðust saman til að mótmæla umsátri Ísraelshers á Gaza og reyna að frelsa bardagamennina sem voru lokaðir inn í mosku og reyndu þar að verja þær og bæinn. Herinn hikaði ekki við að skjóta á þær, þó þær væru óvopnaðar. Í greininni fjallar hún um mótmælin, réttindabaráttu Palestínumanna, voðaverk Ísraelshers á Gaza og fjöldamorðin 8. nóvember, þegar Ísraelsher varpaði sprengjum á íbúðarhverfi í Beit Hanoun og myrti þar 19 óbreytta og særði 40. Af þeim látnu voru margir drepnir í rúmum sínum. Sextán manns úr Athman-fjölskyldunni fórust, elst þeirra var Fatima, 70 ára en Dima, sú yngsta var eins árs. Sjö fjölskyldumeðlimanna voru börn. Mágkona Jameelu og sjö börn í umsjá hennar létust í árás Ísraelshers og heimili hennar var rústað þegar Ísraelsher varpaði sprengjum á það.
Tala látinna í Beit Hanoun fór upp fyrir 90 á einni viku.

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir mótmælum gegn fjöldamorðum Ísraelshers við komu sendiherra Ísraels í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg á morgun, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 10:45. Hvetjum við fólk eindregið til að mæta þar.

Uri Avnery skrifar einnig góða grein um fjöldamorðin; In One Word: MASSACRE!

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Gott im Himmel! Það er meira andskotans volapykið sem sumar þessara kvikmyndafræðigreina eru skrifaðar á, bölvað helvítis torf:

Merkingarþættirnir rifja nefnilega upp fyrir raunverulegu túkunarsamfélagi þá setningabyggingu sem þeir mótuðu í öðrum textum. Þessi vænting til setninga sem hefst með merkingarvísbendingum á sér hliðstæðu í setningabútum sem gefa til kynna ákveðin merkingarsvið, (í vestrum skapa til dæmis regluleg víxl karls og konu væntingar um rómantíska merkingarþætti á meðan endurtekin víxl tveggja karla í sömu textum gefa fyrirheit um - að minnsta kosti þangað til nýverið - merkingarþætti einvígisins. Þessi greining á viðtökum áhorfenda á hinu merkingarfræðilega og hinu setningarfræðilega verðskuldar augljóslega frekari rannsókn. Í bili er nóg að fullyrða að málvísindalegar merkingar (og þýðing merkingarþátta) séu að miklu leyti fengnar úr eldri texta. Það er því stöðugt streymi í báðar áttir milli hins merkingarfræðilega og setningafræðilega, milli hins málvísindalega og þess sem lýtur að textanum.

Uhh... bleh?

Þökk grætur þurrum tárum



Jamm, þá er Rumsfeld loksins búinn að segja af sér, og þó fyrr hefði verið. Annars þykir mér kostulegt að heyra Bush segja að „þeir hafi tekið ákvörðun saman um að það sé fyrir bestu... sammála um að mikilvægt sé að fá nýtt sjónarhorn... blababla
Stingur eilítið í stúf við það að Bush hefur fram á síðasta dag staðið fast á því að hann vilji hafa Rumsfeld í embætti, sama hvað tautar og raular.
Hann er sumsé farinn og ekki ástæða til annars en að fagna því. Hins vegar er ég hreint ekki viss um að eftirmaður hans sé neinn til að hrópa húrra fyrir. Robert Gates, fyrrum yfirmaður CIA. Ekki beinlínis maðurinn sem ég myndi vilja bjóða í te.

Ég er annars ánægður með úrslit þingkosninganna, að demókratar urðu yfir, altént í þinginu. Það virðist óvíst með öldungaráðið, en ég vona auðvitað að þeir vinni einnig þar. Fylgdist aðeins með aðdragandanum á Stúdentakjallarnum í gær, en entist ekki til að vaka yfir þeim. Ekki það að mér þyki demókratar hafnir yfir gagnrýni, eða að gæti ekki fremur hugsað mér einhverja aðra í forrystu, en ég vil alla vega fremur hafa þá en repúblikana. Ég bað enda til guða þungarokksins að repúblikanar yrðu ekki yfir. Það mun ég einnig gera í forsetakosningunum eftir tvö ár.

mánudagur, nóvember 06, 2006

I dag er der Lillemors fødselsdag
Hurra, hurra hurra! :)



Ástkær móðir mín er sextug í dag. Ég er að spá að gefa henni hrukkukem.

Hot Stuff...
- can't get enough



Þessi helgi er búinn að vera skemmtileg. Við Kristján fórum í Alþjóðlegt stúdentapartý á Café Cultura, ég fór í vísindaferð í vígi óvinarins (þ.e. Landsvirkjun) og drakk á hans kostnað, hékk svo með félögum mínum í ensku áður en ég hélt í afmælispartý hjá mínum góðu kórsystrum, Hafdísi og Sólrúnu. Ég kann þeim bestu þakkir fyrir æðislegt partý.

Ég lét hráslagaveðrið á Laugardag ekki hindra mig í djamminu, álkaðist milli nokkurra staða og djammaði og djúsaði. Á Ellefunni, sem ég stend á efri hæðinni víkur sér að mér ungur maður. Hann er hávaxinn, myndarlegur, snyrtilega klæddur í grá jakkaföt og afar geðfelldur.
Hann brosir til mín og spyr mig hvort ég vilji dansa.
Spurningin kom eilítið flatt á mig eitt augnablik, en ég átta mig á því að hann er að reyna við mig. Hann bætti við að ég væri flott klæddur. Ég var í röndóttri skyrtu, eilítið snjáðum gallabuxum, í gönguskóm, klæddur í fráhneppta vetrarúlpu, með röndóttan trefill sem hékk lauslega um hálsinn.
Mér þótti synd að þurfa að tjá þessum viðkunnalega og myndarlega homma að ég væri gagnkynhneigður. Ég hafði ekkert við það að athuga að dansa við hann, en fannst rétt að segja honum sem var um kynhneigð mína þá og þegar, fremur en að hann yrði fyrir vonbrigðum síðar meir. Ég tjáði það eins kurteislega og heiðarlega og mér var unnt, ég sagði honum að þetta væri ekkert persónulegt, þvert á móti þætti mér afar vænt um athyglina, og óskaði honum góðs gengis um kvöldið.
Mér tók þetta sárt hans vegna, því hann varð augljóslega fyrir sárum vonbrigðum, þó hann bæri sig vel. Mér þótti næstum synd að ég væri gagnkynhneigður, því hann kom það vel fyrir að hefði ég verið samkynhneigður er ég ekki í nokkrum vafa um að ég hefði kolfallið fyrir honum. Sannur herramaður. Þegar ég var á förum þótti mér ómögulegt að skilja hann eftir svona særðan á hjarta, svo ég kynnti mig og sagði honum að það hefði verið gaman að kynnast honum. Hann sagði að hann væri “alveg að fíla mig”.

Hvað get ég sagt? Ég er mjög upp með mér.
There's only one thing to do at a time like this... STRUT.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Gleymdur sími...
er þér glataður þar til hann finnst*



Ég bið þá að afsaka sem kunna að hafa reynt að ná í mig undanfarið án árangurs. Síminn minn er sumsé týndur (lesist: Grafinn einhvers staðar í drasli heima hjá mér) og batterýslaus, svo ef þið þurfið að ná í mig það er bara heimasíminn og tölvupóstur þangað til hann finnst. Heimasíminn er 551 0624 og ég er með tvo Emila; einarsteinn@hotmail.com og esv1@hi.is

Lag dagsins: Við Birkiland með Megasi, af plötunni Loftmynd.

*smá tilbrigði við Gleymdann tíma Megasar. Hef verið að hlusta mikið á snillinginn undanfarið.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.