fimmtudagur, apríl 30, 2009

Danny Boy

...er lag dagsins. Rakst á þennan fallega flutning á laginu á netinu:

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Glæpir og pópúlismi

Ísrael, Egyptaland, Bandaríkin og ESB halda Gaza áfram í herkví og hjálpargögnum er haldið frá fólkinu. Matur, lyf, teppi og önnur gögn sem hugsuð voru fyrir 1,5 milljón íbúa Gaza, hrannast upp og eru geymd í vöruhúsum, á bílastæðum, leikvöngum og á flugstöðum og fá ekki að fara inn á Gaza, og í milltíðinni rotna matvælin. Mannréttindasamtök víðs vegar um heim hafa þegar fordæmt þennan hrottaskap og bent á þátt fyrrnefndra ríkja í honum, hvernig þetta stríðir í senn gegn alþjóðasamþykkt frá 2005 um ferða- og aðgangsfrelsi og hvernig þetta brýtur auðvitað gegn almennum mannréttindum Palestínumanna, sem eru þegar fótum troðin á degi hverjum. Meira um þetta hér.

Landránsbyggð er að rísa í A-Jerúsalem, á herteknu landi Palestínumanna (hertekið í Sex daga-stríðinu, árið 1967) í trássi við alþjóðalög, og, eins og talsmaður Peace Now bendir á, þá virðist þetta vera gert til þess að grafa undan kröfu Palestínumanna um að fá A-Jerúsalem sem höfuðborg, ef sjálfstætt ríki Palestínumanna yrði að veruleika.

Uri Avnery skrifar um ráðstefnuna um rasisma sem var haldin í Genf, ummæli Mahmoud Ahmadinejad þar í garð Ísraels og ber saman við Avigdor Lieberman. Avnery vill meina að þeir þrífist hvor á öðrum pólitískt; Ahmadinejad nýtir sér hótanir Ísraela og Lieberman nýtir sér kjarnorkuáætlanir Írans. Greinin nefnist Can Two Walk Together?. Ég minni jafnframt á eigin skrif um Ahmadinejad, hér neðar á síðunni.

Það er annars gaman frá því að segja að ég hef nú tekið sæti í stjórn Félagsins Ísland-Palestína.

Loks skrifar Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína greinina "Enginn friður án Hamas", sem birtist á bls. 28 í Morgunblaðinu í dag, og ég hvet fólk til að lesa.

sunnudagur, apríl 26, 2009

Lag dagsins: Young Lust með Pink Floyd, af plötunni The Wall. Hér taka þeir það á tónleikum árið 1980:

laugardagur, apríl 25, 2009

Hér sé rokk

Rose Tattoo: Scarred For Life

fimmtudagur, apríl 23, 2009

Memories...

Mæli með því að lesendur smelli á hlekkinn í fyrirsögninni og hafi lagið í bakgrunni á meðan þeir horfa á myndbandið fyrir neðan til að fá nú rétta fílinginn, en Hannes er þarna gestur Íslands í dag árið 2007:



The Way We Were
Memories light the corners of my mind
Misty water-colored memories of the way we were
Scattered pictures of the smiles we left behind
Smiles we gave to one another for the way we were

Can it be that it was all so simple then
Or has time rewritten every line
If we had the chance to do it all again
Tell me, would we?
Could we?

Memories may be beautiful and yet
What's too painful to remember
We simply choose to forget
So it's the laughter we will remember
Whenever we remember...
The way we were...
The way we were...

Spjallið með Sölva...

er bráðhnyttið. Hér ræðir hann við talsmann efnahagsbrotadeildar:


Þorleifur Arnarson leikari fer sífellt á kostum.

Gleðilegt sumar.

Einar Már Guðmundsson skrifar: Tímarnir eru að breytast - Búsáhaldabyltingin besta landkynningin.

miðvikudagur, apríl 22, 2009

Torture and Blubber

Nú, þegar búið er að aflétta skjölum sem lýsa pyntingaraðferðum CIA, þegar Spánn vill að þeir sem eiga hlut að máli með beitingu pyntinga verði færðir fyrir stríðsglæpadómstól, þegar Obama Bandaríkjaforseti segir að hann muni tryggja öryggi CIA manna, þá tel ég vert að gefa gaum að pistli sem rithöfundurinn Kurt Vonnegut skrifaði í New York Times árið 1971, og fjallaði þá um pyntingar af hálfu Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu og eðli pyntinga almennt. Pistilinn var seinna gefinn út í ritgerða- og ræðusafninu Wampeters, Foma & Granfalloons og ég mæli með þeirri bók. Þennan pistil tel ég eiga jafn vel við í dag og fyrir 38 árum:


Torture and Blubber.

When I was a young reader of Robin Hood tales and “The White Company” by Arthur Conan Doyle and so on, I came across the verb “blubber” so often that I looked it up. Bad people in the stories did it when good people punished them hard. It means, of course, to weep noisily and without constraint. No good person in a story ever did that.
But it is not easy in real life to make a healthy man blubber, no matter how wicked he may be. So good men have invented appliances which make unconstrained weeping easier–the rack, the boot, the iron maiden, the pediwinkis, the electric chair, the cross, the thumbscrew. And the thumbscrew is alluded to in the published parts of the secret Pentagon history of the Vietnam war. The late Assistant Secretary of Defense, John McNaughton, speaks of each bombing of the North as “. . .one more turn of the screw.”
Simply: we are torturers, and we once hoped to win in Indochina and anywhere because we had the most expensive torture instruments yet devised. I am reminded of the Spanish Armada, whose ships had torture chambers in their holds. Protestant Englishmen were going to be forced to blubber.
The Englishmen refused.
Now the North Vietnamese and the Vietcong have refused. Plenty of them have blubbered like crazy as individuals, God knows–when splattered with jellied gasoline, when peppered with white phosphorus, when crammed into tiger cages and sprinkled with lime. But their societies fight on.
Agony never made a society quit fighting, as far as I know. A society has to be captured or killed–or offered things it values. While Germany was being tortured during the Second World War, with justice, may I add, its industrial output and the determination of its people increased. Hitler, according to Albert Speer, couldn’t even be bothered with marveling at the ruins or comforting the survivors. The Biafrans were tortured simultaneously by Nigerians, Russians and British. Their children starved to death. The adults were skeletons. But they fought on.
One wonders now where our leaders got the idea that mass torture would work to our advantage in Indochina. It never worked anywhere else. They got the idea from childish fiction, I think, and from a childish awe of torture.
Children talk about tortures a lot. They often make up what they hope are new ones. I can remember a friend’s saying to me when I was a child: “You want to hear a really neat torture?” The other day I heard a child say to another: “You want to hear a really cool torture?” And then an impossibly complicated engine of pain was described. A cross would be cheaper, and work better, too.
But children believe that pain is an effective way of controlling people, which it isn’t–except in a localized, short-term sense. They believe that pain can change minds, which it can’t. Now the secret Pentagon history reveals that plenty of high-powered American adults things so, too, some of them college professors. Shame on them for their ignorance.
Torture from the air was the only military scheme open to us, I suppose, since the extermination or capture of the North Vietnamese people would have started World War III. In which case, we would have been tortured from the air.
I am sorry we tried torture, I am sorry we tried anything. I hope we will never try torture again. It doesn’t work. Human beings are stubborn and brave animals everywhere. They can endure amazing amounts of pain, if they have to. The North Vietnamese and the Vietcong have had to.
Good show.
The American armada to Indochina has been as narrow-minded and futile as the Spanish Armada to England was, though effectively more cruel. Only 27,000 men were involved in the Spanish fiasco. We are said to have more dope addicts than that in Vietnam. Hail, Victory.
Never mind who the American equivalent of Spain’s Philip II was. Never mind who lied. Everybody should shut up for a while. Let there be deathly silence as our armada sails home.

Fleira fyndið dót

A Bit of Fry and Laurie: The understanding Barman.

...

Í innganginum að smásagnasafninu Armageddon in Retrospect eftir Kurt Vonnegut, en sonur hans, barnalæknirinn Mark Vonnegut skrifaði innganginn, rakst ég á þessa skemmtilega sögu af Kurt Vonnegut:

"When I was sixteen, he couldn't get a job teaching English at Cape Cod Community College. My mother claimed that she went into bookstores and ordered his books under a false name so the books would at least be in the stores and maybe someone would buy them. Five years later he published Slaughterhouse-Five and had a million-dollar multibook contract. It took some getting used to. Now, for most people looking back, Kurt's being a successful, even famous, writer is an "of course" kind of thing. For me it looks like something that very easily might have not happened.

He often said he had to be a writer because he wasn't good at anything else. He was not good at being an employee. Back in the mid-1950s, he was employed by Sports Illustrated, briefly. He reported to work, was asked to write a short piece on a racehorse that had jumped over a fence and tried to run away. Kurt stared at the blank piece of paper all morning and then typed, "The horse jumped over the fucking fence," and walked out, self-employed again."

Gamanmál og tónlist

George Carlin: People are Boring .

Lög dagsins eru þrjú að þessu sinni og öll með Led Zeppelin: Celebration Day,

Dazed and Confused (tónleikar í London árið 1969):


og The Rain Song (tónleikar í Earl's Court árið 1975):

þriðjudagur, apríl 21, 2009

6000 afleidd störf Sjálfstæðismanna

Smugan skrifar. Náttúruverndarsamtök Íslands spyr hvaðan orkan eigi að koma; hvað eigi s.s. að virkja.

Seiseijú.
Stríð skapa líka mörg störf.

Eins og Alcoa ætti að vita manna best, hafandi ekki látið sitt eftir liggja í hergagnaframleiðslu.

Ahmadinejad og Ísrael

Ég las í Mogganum í dag frétt um að Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hefði úthúðað Ísrael á ráðstefnu um kynþáttafordóma í Genf og var forvitinn um hvað hengi á spýtunni.

Í sjálfu sér hefur Ahmadinejad í mörgu rétt fyrir sér, miðað við fullyrðingar hans sem vitnað er til í Mogganum. Ísraelsstjórn ER grimm og þar RÍKIR kynþáttahatur í garð Palestínumanna. Það er kannski full langt seilst að segja að “Ísraelsmenn” hafi “sent innflytjendur frá Evrópu og Bandaríkjunum (...) til að koma á stjórn kynþáttahaturs á hernumdu svæðunum í Palestínu”. Ísraelsmenn voru til að byrja með ekki til sem slíkir á þessum tíma, heldur voru gyðingar dreifðir um Evrópu og zíonisminn spratt upp samhliða öðrum þjóðernisstefnum á 19. öld, en skírskotaði til harmsögu gyðinga og þeirra ofsókna sem þeir höfðu þurft að þola svo öldum skipti. Zíonisminn tók hins vegar ekki tillit til íbúanna sem fyrir voru, þó að Theodor Herzl, upphafsmaður zíonismans hafi áttað sig á veru þeirra og hafi viljað að gyðingar eignuðu sér landið með góðu eða illu. Ég er hins vegar óviss um að hinn almenni gyðingur hafi litið svo á, fyrir honum hefur fyrst of fremst vakað að koma á nýjan stað, þar sem hann hefur viljað leggja sitt af mörkum við að byggja nýtt og betra samfélag. Menn eru gjarnir á að réttlæta ýmislegt fyrir sjálfum sér, og blekkja sig ef þess þarf, og hafa líklega fremur kosið að líta framhjá stöðu þeirra sem fyrir voru í landinu.
“Vesturlönd hefðu gert heila þjóð, það er Palestínumenn, heimilislausa undir yfirvarpi þjáninga gyðinga í í síðari heimsstyrjöldinni. Þá hefðu síonistar og bandamenn þeirra í Bandaríkjastjórn skipulagt innrásina í Írak.”
Fólksflutningar gyðinga til Palestínu voru hafnir löngu fyrir helförina en auðvitað ágerðist vandinn eftir hana. Enginn skyldi gera lítið úr þeim ólýsanlegu hörmungum sem gyðingar sættu með Helförinni og ljóst er að Evrópa var haldinn djúpri sektarkennd fyrir aðgerðir sínar og aðgerðaleysi. “Yfirvarp þjáninga” er því í hæsta lagi óviðeigandi orðalag, svo ekki sé meira sagt. Hvað Írak varðar, þá verð ég að játa að ég þekki ekki nógu vel til til að geta sagt til um réttmæti eða rangmæti þessarar fullyrðingar, þó ég hafi svo sem heyrt þetta víðar.
Segja má hins vegar að ýmis ríki hafi viljað friða samvisku sína með stuðningi við Ísraelríki eftir heimsstyrjöldina og ýmsir jafnvel viljað “losna við gyðingana”, því kynþáttahatur dó því miður ekki með Helförinni. Aftur á móti held ég líka að mörgum hafi gengið gott eitt til, ekki síst þeim sem minni hlut áttu að máli svo sem Íslandi, en fulltrúi Íslands, Thor Thors lagði til skiptingu Palestínu í tvö ríki, gyðinga og araba, sem gekk þó ekki eftir. Helsti glæpur Íslendinga gagnvart gyðingum var sú að vilja ekki taka á móti flóttamönnum, sem hefðu þá getað forðast þann hrylling sem beið þeirra. Aftur á móti hlutu Palestínumenn sannarlega þau hlutskipti sem Ahmadinejad lýsir.

Gallinn með gaura eins og Ahmadinejad, sem virðast fyrst og fremst pópúlistar (en ég tel Ahmadinejad sannarlega í þeim hópi og mörg dæmi eru því til stuðnings), er hins vegar sá að það verður erfitt að taka mark á þeim, jafnvel þegar þeir segja eitthvað að viti, því þeir hafa þegar gert það margt sem annað hvort virkar út á við heimskulegt eða hatursfullt til þess að afla sér í fylgis meðal hópa þar sem þeir vita að slík ummæli munu eiga hljómgrunn. Þá er oft höfðað til lægsta samnefnara. Fyrir stuðningsmönnum Ahmadinejads verður hann "karl í krapinu" sem þorir að standa upp í hárinu á Vesturveldum, sem hafa sannarlega leikið Íran grátt í gegn um söguna.
Minnisstæðasta dæmið um ódýran og ógeðfelldan pópúlisma Helfararráðstefnan svokallaða, sem fékk hljómgrunn meðal ýmsra sem báru kala til Ísraels, ekki síst vegna meðferðar þeirra á Palestínumönnum og vegna ósigra arabaríkjanna í stríðum við Ísrael, þá ekki síst eftirmálinn af friðarsamningum Ísraels og Egyptalands, þar sem miklar kvaðir voru settar á Egyptaland svo Egyptaland er nú háð Bandaríkjunum og Bandarísk hervera þar bætir ekki úr skák. Þó er einnig stutt í beina fáfræði og fordóma fyrir þá sem þekkja ekki meira til Ísraela og gyðinga en til þessarar neikvæðu birtingarmyndar, sem svo blandast margvíslegum gróusögum svo ekki verður auðvelt að greina sannleika frá uppspuna. Sökum þess að helförin hefur oft verið notuð pólitíkst þá er því miður útbreytt að íbúar Mið-Austurlanda hafi enga eða takmarkaða þekkingu og skilning á Helförinni og því ginnkeyptari fyrir áróðri. Ráðstefnan varð gróðrarstía fyrir rasisma enda var henni út á við beint gegn Helförinni, en virðist þó fyrst og fremst hafa verið ódýrt trikk til að krækja sér í fylgi á afmörkuðum stöðum og þá lítið skeytt um álit umheimsins.
Ég veit svo sem ekkert hvort Ahmadinejad sé í sjálfu sér sérlega umhugað um málefni Paestínu. Honum er hins vegar pottþétt umhugað um hvort kjósendum hans sé umhugað um Palestínu.

Stjörnu-mamma

Ég hef móður mína sterklega grunaða um að rita stjörnuspána í Moggann, að minnsta kosti fyrir ljónið. Hér eru dæmi um spána sem ég hef fengið undanfarið:


Í gær : "Félagar þínir sína þér mjög mikinn skilning. Ef þú stefnir á langtímamarkið, er gott að skammta orkuna og einbeita sér að því sem lætur verkið rúlla og þróast."
Laugardagur: "Einbeittu þér að því sem þú ert að gera og láttu engan trufla þig á meðan."

...

Vésteinn bróðir skrifar ritdóm um skáldsöguna It Can't Happen Here eftir Sinclair Lewis á Eggina.

mánudagur, apríl 20, 2009

"Eins og það var orðað"?

laugardagur, apríl 18, 2009

Ekki refsað fyrir pyntingar

Í dag afhentu starfsmenn Hvíta hússins þolendum pyntinga af hálfu CIA skaðabætur sem Obama forseti sendi þeim; sjálfshjáparbókina Shut The Fuck Up, við hátíðlega viðhöfn. Voru þolendurnir í kjölfarið vinsamlegst beðnir að víkja af vetfangi af öryggissveitum sem beittu táragasi og kylfum til að dreifa mannföldanum. Aðspurður sagði talsmaður sérsveitarinnar að ástæða aðgerðarinnar væri að þolendurnir hefðu ekki látið sér segjast þegar þeir voru beðnir um að víkja til hliðar, þar sem þeir skyggðu á framfaraljómann.
Heimildamaður hjá Hvíta húsinu hefur eftir forsetanum að hann hafi brýnt fyrir þolendunum "að muna fjölskyldulegu gildin".


Hvað fullyrðingar um að vantsdýfingar séu ekki pyntingar, þá minni ég á sýnikennslu Samtaka hernaðarandstæðinga í vatnsdýfingum, þar sem sjálfboðaliðar fengu að prufa þetta, en gátu gefið merki þegar þeir þyldu ekki meira. Bróðir minn entist ca. 15 sekúndur.
Íslenskum ráðamönnum og Condoleezu Rice, sem var þá stödd hérlendis og er ein þeirra sem hefur haldið fyrrnefndri fullyrðingu fram, var boðið að prófa þessar vatnspyntingar sem Bandarísk yfirvöld og fylgisnatar þeirra halda fram að séu ekki pyntingar. Enginn þeirra þáði boðið.

Uri Avnery skrifar góða grein um hættuna sem Ísrael stendur af fasisma: A Little Red Light.

Lag dagsins: Jeanny með Falco

sunnudagur, apríl 12, 2009

Orðið tónlist: Jórunn Viðar




Ég bendi áhugasömum á að kl. 19:25 í kvöld verður sýnd heimildamynd Ara Alexanders Ergis um líf og list ömmu minnar, Jórunnar Viðar tónskálds.
Sjálfur sá ég myndina í fyrra á níræðisafmæli ömmu og varð djúpt snortinn, enda yndisleg mynd um yndislega konu og tónsnilling.

...

Ég bendi jafnframt á nýja grein Uri Avnery: "Rest has Come to the Weary".

laugardagur, apríl 11, 2009

Hústaka, heimsmál, rokkari og rithöfundar

Ég bendi á umfjöllun á vefsíðunni Nei! um hústökuna á Vatnsstíg.
Sjálfum finnst mér þetta flott framtak. Ég þáði heimboð hópsins (en hann var með opið hús) í gær og mér líst bara vel á. Fasteignafélagið var eitt margra sem kaupir hús og lætur þau vísvitandi grotna niður til þess að geta látið rífa þau til að fyrirtækin geti reist eitthvað rusl í staðinn, verslunarmiðstöð eða álíka. Þetta var fallegt gamalt hús sem var nú vísvitandi komið í niðurníðslu og stóð autt, engum til góðs nema þeim sem höfðu beinan hag á að láta það rotna.
Ég fagna því að þetta hús sé þá fremur nýtt í eitthvað. Ég tek undir með bróður mínum að sá sem lætur hús standa tóm og drabbast niður á ekki skilið að eiga það.
Bendi jafnframt á góðan pistil Tinnu Gígju um hústökulög og fínar hugmyndir sem hún kemur með.

...

Bendi svo á tvær góðar greinar:

John Pilger skrifar: Fake Faith and Epic Crimes.

Uri Avnery skrifar: Who's Boss Who's The Boss?.

...

Á þessum degi 1961 hófust réttarhöldin yfir Adolf Eichmann í Jerúsalem. Las bók Hönnuh Arendt um réttarhöldin um daginn og fannst hún mjög áhugaverð. Mother Night kemur óbeint inn á réttarhöldin þar sem Howard W. Campbell ræðir við Eichmanní fangelsinu í Jerúsalem.

...

Ítalski gyðingurinn og rithöfundurinn Primo Levi lést þennan dag árið 1987. Sumir telja að það hafi verið sjálfsvíg. Hann ritaði eina frægustu bók sína If This Is a Man/The Truce (er í raun 2 bindi) um upplifun sína í útrýmingarbúðum nasista. Ég er að hugsa um að nýta mér formálann og eftirmálann í ritgerðina mína. Bókin hefst með þessum ljóðlínum:


If This Is a Man

You who live safe
In your warm houses,
You who find, returning in the evening,
Hot food and friendly faces:
Consider if this is a man
Who works in the mud
Who does not know peace
Who fights for a scrap of bread
Who dies because of a yes or a no.
Consider if this is a woman,
Without hair and without name
With no more strength to remember,
Her eyes empty and her womb cold
Like a frog in winter.
Meditate that this came about:
I commend these words to you.
Carve them in your hearts
At home, in the street,
Going to bed, rising;
Repeat them to your children,
Or may your house fall apart,
May illness impede you,
May your children turn their faces from you.


...

Loks á sá ágæti bassaleikari Oliver Riedel í Rammstein afmæli í dag.

...

"And even Vonnegut is dead" söng kvartanakórinn frá Búdapest.

Þessi eftirlætis rithöfundur minn, Kurt Vonnegut, hvers bók ég er að skrifa um lést á þessum degi árið 2007. Heimurinn er snauðari síðan. Eins og ég hef áður sagt á þessu bloggi mun ávallt bera hlýjan hug og þökk til Vonneguts. Þórbergur Þórðarson sagði í Bréfi til Láru: "Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem vetir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess.
Allt þetta hef ég upplifað við að lesa og hlýða á Vonnegut.
Ég mæli sérstaklega með The Sirens of Titan, Mother Night og Slaughtherhouse Five. Þar næst koma Breakfast of Champions, Cat's Cradle og Jailbird. Greina- og skoðanasöfnin hans eru líka góð, þar af hef ég lesið A Man Without a Country, kominn lagt með Wampeters Foma and Granfalloons og hef gluggað í Palm Sunday og Fates Worse Than Death.

Í raun held ég að mætti heimfæra ýmislegt af því sem Elliot Rosewater segir við vísindaskáldagnahöfunda í bókinni God Bless You Mr. Rosewater upp á Vonnegut sjálfan, þó hann sé vissulega ekki sá eini sem lætur sig þessi málefni varða sem Elliot nefnir og auðvitað les ég sjálfur fleiri en Vonnegut þó mér þyki iðulega gott að snúa aftur til bókanna hans:

"I love you sons of bitches. You’re all I read any more. You're the only ones who’ll talk all about the really terrific changes going on, the only ones crazy enough to know that life is a space voyage, and not a short one, either, but one that’ll last for billions of years. You’re the only ones with guts enough to really care about the future, who really notice what machines do to us, what wars do to us, what cities do to us, what big, simple ideas do to us, what tremendous misunderstanding, mistakes, accidents, catastrophes do to us. You're the only ones zany enough to agonize over time and distance without limit, over mysteries that will never die, over the fact that we are right now determining whether the space voyage for the next billion years or so is going to be Heaven or Hell."

Ég er líka sammála Bo Petterson í bókinni The World According to Kurt Vonnegut að togstreitan milli þess fyrirfram ákvarðaða og frjáls vilja sé eitt af því sem er mest hrífandi og kjarni í bókum hans, í raun að maðurinn sé ekki algjörlega fyrirfram ákvarðaður og að hann verði að reyna að breyta vel eftir því sem er mögulegt. Hann telur stóru íroníurnar í þemum og formi hjá Vonnegut vera varanlegasta framlag Vonneguts til bandarískra bókmennta ekki síst vegna áhuga hans á öflunum sem móta mannlega hegðun og ábyrgðinni sem maðurin nþarf engu að síður að axla.

"If you want to really hurt your parents, and you don't have the nerve to be gay, the least you can do is go into the arts. I'm not kidding. The arts are not a way to make a living. They are a very human way of making life more bearable. Practicing an art, no matter how well or badly, is a way to make your soul grow, for heaven's sake. Sing in the shower. Dance to the radio. Tell stories. Write a poem to a friend, even a lousy poem. Do it as well as you possibly can. You will get an enormous reward. You will have created something."
-- Kurt Vonnegut, A Man Without A Country.

föstudagur, apríl 10, 2009

Páskabreiðnefurinn



Ég hef aldrei skilið hvað kanínur eða hérar hafa með páskaegg að gera. Það er ekki eins og þau verpi eggjum eða eitthvað.
Ég er hins vegar með þá tilgátu að þetta sé upprunið hjá breiðnefinum. Hann er loðið spendýr eins og hérinn en ólíkt héranum verpir hann eggjum. Þar að auki hefur hann það fram yfir hérann að hann getur gefið frá sér eitur sem varnarviðbragð. Hversu svalt er það?
Eðilegasta skýringin á því hvers vegna hérinn hefði bolað breiðnefinum burt er einfaldlega sú að hérar eru miklu sætari og tiltölulega meinlausir, myndi ég ætla. Hversu krúttlegur er páskabreiðnefur sem spýr eitri?
Engu að síður er ég vinur litla mannsins, eða í þessu tilfelli vinur litla breiðnefsins og styð afskipta undirmálshópa í að ná fram viðurkenningu fyrir göfugt framlag sitt, jafnframt því sem þetta verður kærkomið tækifæri til að berjast gegn útlitsdýrkun og yfirborðsmennsku. Auk þess er ólíklegt að breiðnefurinn beiti eitrinu nema að honum sé ógnað. Munið að hann er örugglega hræddari við ykkur en þið við hann.
Ég hvet því alla til að taka höndum saman með mér til að páskabreiðnefurinn fái uppreisn æru!

fimmtudagur, apríl 09, 2009

Lag dagsins: Mannish Boy með Muddy Waters. Hér flytur hann það á tónleikum 1971. Pinetop Perkins er á píanóinu og Willie "Big Eyes" Smith er á trommunum.

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Með suð í eyrum...




...við mótmælum endalaust.

Þessi frétt er síðan athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Og hvernig mun Geir svo sæta ábyrgð? Með því að birtast smælandi framan í heiminn á forsíðu Séð og heyrt undir fyrirsögninni: "Sorry, I fucked up!"?
"Ég ber einn ábyrgð og ég er hættur sem ráðherra. Þannig að, þúst, X-D!"

Loks bendi ég á viðtal Sölva Tryggavasonar við Jón Hannes Smárason. Segir eiginlega allt sem segja þarf:

þriðjudagur, apríl 07, 2009

"Trúir á frið í Mið-Austurlöndum"

Það sér náttúrulega hver heilvita maður að kröfur Palestínumanna eru fáránlegar. Að vilja ekki þurfa að sæta hrottalegu hernámi, að landránsbyggðir verði lagðar niður og að þeir fái frjálst og lífvænlegt ríki miðað við landamærin 1967, sem er örlítill hluti af upprunalegri Palestínu og miklu minna svæði en Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að þeim yrði úthlutað þegar fyrirhugað var að skipta Palestínu í tvö ríki, gyðinga og araba á sínum tíma. Að þurfa ekki að sæta árásum eins öflugasta hers í heimi þar sem þeir hafa helst skotvopn, sjálfmorðssprengjuárásir og heimatilbúar eldflaugar á móti. Að mannréttindi þeirra séu ekki fótum troðin dag hvern. Að fá, í sem stystu máli, að lifa eðlilegu lífi.

Öll viljum við frið. En spurningin er bara: Á hvaða forsendum?

sunnudagur, apríl 05, 2009

fimmtudagur, apríl 02, 2009

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.