fimmtudagur, september 25, 2008

Lag dagsins: Hairless Heart með Genesis, af plötunni The Lamb Lies Down On Broadway.

miðvikudagur, september 24, 2008

I read the news today, oh boy...

Now that you know who you are, what do you want to be?
And have you traveled very far? far as the eye can see

-- Baby You're a Rich Man með Bítlunum

Fáir tónlistarmenn hafa veitt mér þvílíka sálu- og hugarfró eins og Bítlarnir. Ég elska Bítlana ofurheitt, þeir eru ein eftirlætis hljómsveitin mín. Það eru mér því mikil vonbrigði að lesa að Paul McCartney sé staðráðinn í að halda tónleika í Ísrael þrátt fyrir beiðni frá ýmsum palestínskum og alþjóðlegum samtökum auk einstaklinga um að hann láti það ógert, vegna þeirrar rasísku aðskilnaðarstefnu sem þar ríkir og þeirra mannréttindabrota sem Palestínumenn sæta, og er ég þá ekki síst að hugsa um sveltið á Gaza. Þetta er maðurinn sem samdi Blackbird og Let It Be (ásamt fjöldamörgum öðrum lögum, auðvitað) Ég hef alltaf tengt Bítlana mannréttindum, friði og ást, tónlist þeirra, eins og Kurt Vonnegut orðaði það, lætur manni líða aðeins betur með tilveruna (svo er allav. með mig) svo það er sérlega leiðinlegt að heyra þetta. Á hinn bóginn; The song remains the same. Bítlarnir eru jafn æðisleg hljómsveit fyrir því. Ég vona bara að Paul McCartney muni sjá af sér og spá í hvað er að gerast þarna og að hann muni hugleiða alvarlega hvort hann vilji vera bendlaður við þetta á nokkurn hátt.

Ýmsir aðrir listamenn hafa tekið skýra afstöðu gegn rasisma og mannréttindabrotum í Ísrael, m.a. Roger Waters, lengst af forsprakki Pink Floyd. Hann flutti tónleika sína til, sem upphaflega áttu að vera í Tel Aviv, að beiðni palestínskra listamanna og ísraela sem neita herþjónustu. Waters hefur fordæmt hernámið og hann ferðaðist um hernumdu svæðin til að sjá ástandið með eigin augum. Hann var einn af stofnmeðlimum War On Want, sem berst gegn aðskilnaðarmúrnum í Palestínu og hann skrifaði sjálfur frægar línu sína úr Another Brick In The Wall pt. II á múrinn: "We don't need no thought control."

Lög nýs dags: Fly On A Windshield/Broadway Melody Of 1974 með Genesis, af plötunni The Lamb Lies Down On Broadway.

og Dancing Out With the Moonlit Knight með sömu sveit, af plötunni Selling England By The Pound. Hér tekur sveitin lagið á tónleikum sjötíuogeitthvað.


Einnig Hammer to Fall með Queen:

For we who grew up tall and proud/In the shadow of the mushroom cloud/convinced our voices can't be heard/we just wanna scream it louder and louder and louder

þriðjudagur, september 23, 2008

Lög dagsins: Love - Building On Fire með Talking Heads
og
I Can't Dance með Genesis
Minnugur þess þegar ég tók seinna lagið í karaókí í skipinu á leið til Finnlands árið 2006, sællar minningar. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig ég komst svona hátt þá, sérstaklega eftir bjórdrykkju... :)

föstudagur, september 19, 2008

A-Team og Adam West



Fyrir hönd aðdáendaklúbbs Mr. T mótmæli ég því að nú sé í sniðum endurgerð á The A-Team þar sem Ice Cube ku munu fara með hlutverk Barrakusar í stað gamla góða Mr. T.
Eftir því sem ég best veit var ekki haft samband við Mr. T og vil ég minna aðstandendur myndarinnar á það að T er einskis manns flón og að maður getur ekki stafað “A-Team” án T.




Ég samgleðst Adam West, hinum eina og sanna Batman með áttræðisafmæli hans í dag. Hann lengi lifi!

miðvikudagur, september 17, 2008

Rick Wright

Mér þykir missir af Richard "Rick" Wright, hljómborðsleikara og stofnmeðlimi Pink Floyd, enda var hann í miklum metum hjá mér. Wright lék á píanó, hljómborð, orgel, hljóðgerfla og einstöku sinnum á gítar, söng stundum aðalrödd og raddaði gjarnan. Hann samdi ýmis lög sjálfur og önnur í samtarfi við hljómsveitarmeðlimi sína, en ekki síst átti hann ríkan þátt í að skapa þann magnaða hljóðheim sem ríkti hjá Pink Floyd.
Ég þakka alla vega fyrir tónlistina. Ég mæli sérstaklega The Piper at the Gates of Dawn, fyrstu plötu Pink Floyd, þar sem Wright ljómar alveg í gegn (bendi t.a.m. á fallega orgelhljóminn í Pow R. Toc H., á eftir brjálæðiskaflanum, frá ca. 3:05) og The Dark Side of the Moon, ekki síst lagasmíðum Wrights; Us and Them (sem hann samdi ásamt Roger Waters) og The Great Gig in the Sky (Clare Torry mun þó eiga heiðurinn af imróviseríungunni í eigin söng). Mæli sömuleiðis með Remember a Day eftir Wright af plötunni A Saucerful of Secrets. Fallegt lag, það.
Hér tekur Pink Floyd lagið Careful With That Axe, Eugene á tónleikum í Earl's Court árið 1973:

fimmtudagur, september 11, 2008

Andaktungurinn hefur verið aðdáandi The White Stripes frá því að hann hlustaði á Get Behind Me, Satan og fór á æðislega tónleika með þeim. Andaktungurinn rakst á þessa tónleikaupptöku af eðallaginu Cold Cold Night á jútjúb:


Stúdíóútgáfan er svo hér.

miðvikudagur, september 10, 2008

Lag dagsins: Lucinda með Tom Waits, af plötunni Bawlers, sem er hluti þreföldu plötunnar Orphans: Bawlers, Brawlers and Bastards.

E-r sem póstaði laginu á jútjúb hafði sett það við teiknimynd með kettinum Felix. Mér fannst þetta fara skemmtilega saman og skelli því myndbandinu ásamt laginu hér:


...

Bróðir minn sat á dögunum ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum sem haldin var í Kaíró í Egyptalandi ásamt Rósu, vinkonu sinni. Hann skrifar áhugaverða grein á Egginni um hvernig Bræðralag múslima kom honum fyrir sjónir.

þriðjudagur, september 09, 2008

Ég elska myndir sem fanga hinn sanna mig...



Og ég hef auk þess afar gaman af svona hristimyndum. Bestu þakkir til Lindu Guðmundsdóttur, vinkonu og kórsystur, sem tók myndina. :)

Großvater Sobbeggi von Hali

Ég las í e-u blaðinu að nú komi einhverjar bækur Þórbergs Þórðarsonar út á þýsku. Það tel ég í sjálfu sér gleðiefni, enda hef ég hrifist mjög af Íslenskum aðli og Ofvitanum og líkað vel það sem ég hef gluggað í annað eftir hann. Það sama má segja um endurmenntunarnámskeiðið um Þórberg og Gunnar Gunnarson, sem ég sat undir handleiðslu Halldór Guðmundssonar, sem síðar skrifaði bókina Skáldalíf um þá tvo.
Ég óska þýðandanum alls velfarnaðar, en get ekki sagt að ég beinlínis öfundi hann. Þórbergur hafði það einstakt tungutak að það hlýtur að teljast vægast sagt mikil áreynsla að ætla að glíma við textann svo að tilfinningin skili sér, stílsnilld og að þetta sé jafnframt á góðri þýsku. ég vona líka að fari ekki fyrir Þórbergi eins og Gunnari Gunnarssyni með Sælir eru einfaldir. Hún hlaut ónefnin Der Hass des Páll Einarsson og Sieben Tages Finsternis á þýsku. Var enda ekki endurútgefin, að sögn Gunnars sjálfs.
Hann mátti hins vegar vel við una á þeim árum, enda var hann þá vinsælastur í Danmörku og Þýskalandi.
Það er oft sagt að það muni alltaf tapast eitthvað í þýðingu, og jafnframt sagt að þýðandinn sé ekki síður höfundur að útkomunni en upphaflegi höfundurinn. Mig grunar að slíkt geti sérlega átt við í þessu tilfelli. Sjálfur er ég ekki viss um að ég myndi treysta mér til að þýða ámóta verk, fremur en Finnegan's Wake eftir James Joyce (fremur færi ég í sleik við skúnk en að þýða það torf, enda er bókin martröð hvers þýðanda) , þó ég hafi amatörast aðeins í þýðingum.
Sérstaklega myndi ég ekki öfunda þýðanda Þórbergs af að þurfa að snara þessum einstöku upphafsorðum Bréfs til Láru:

Reykjavík, 15. nóvember 1923.

I.

Mín góða og skemmtilega vinkona!
Gegnumsýrður af heilögum innblæstri sem blóðmörskeppur í blásteinslegi, titrandi af hamstola lyftingu, vaggandi af ómþýðum englaröddum, er til mín hljóma gegnum gengishrun og öreigahróp vorrar vesölu jarðar, tvíhendi ég pennastöngina þér til dýrðar, þér til eilífrar dýrðar og vegsömunar, sáluhjálpar og syndakvittunar, hvar af þú ljómar og forklárast eins og sólbakaður saltfiskur frammi fyrir lambsins stól.
Loks hlotnast þér blessun sú, sem þú hefir beðið brúðkaupsklædd alla æfi, andríkt sendibréf, ritlist snillingsins, skemtun fræðimannsins, hugarflug skáldsins, vizka vitringsins, dulspeki draumhugans, hrollur hins hugsjúka, víðsýni vegfarandans, mælska hins málsnjalla manns, hlátur húmoristans, bituryrði háðfuglsins, hittni hermikrákunnar, sýnir hugsjónamannsins, stormhugi stjórnmálamannsins, víðhygli alheimsborgarans, átölur umbótamannsins, máttur mannvinarins, aðfinslur alvörumannsins, hugrekki hins hreinskilna, rödd hrópandans í eyðimörkinni, ylur kærleikans, raust réttlætisins, vandlæting sannleikans, mál spekinnar, niður aldanna, þytur eilífðarinnar. Amen.

Lög dagsins:
Subterranean Homesick Alien
með Radiohead, af plötunni O.K. Computer og Nú brennur tú í mær með Eivøru Pálsdóttur.

Ef einhver getur bent mér á hvar ég gæti fjárfest í plötu með Clickhaze, þá væri það vel þegið.

Uppfært 4:56:
Fann þó Myspace-síðuna þeirra. Missir af þessu ágæta bandi.

Uppfært 17:54
Hef verið að tapa mér í tónlistarunun við að hlusta á Bítlana. Byrjaði á að hlusta á Hey Jude og heyri svo beint á eftir All You Need Is Love spilað á RÚV. Hef svo verið jtújúbast áfram eftir það og rakst þá á upptöku frá lokatónleikunum þeirra, þar sem þeir taka Get Back. Ég má til með að deila henni með ykkur:

mánudagur, september 08, 2008

Lag nýs dags: Oh, You Pretty Things með David Bowie


og Jean Genie með þeim sama


Uppfært 18:15

Lag dagsins III er I've Seen All Good People (Your Move) með Yes.

Hér taka þeir það á tónleikum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum árið 1979:


Að sama skapi er eftirminnilegur flutningur okkar Karls Pestka á laginu, úr útilegu Háskólakórsins í Flókalundi, þar sem hann spilaði hljómana á fiðluna sína og við sungum og rödduðum saman. Verst að við eigum ekki myndband af því en aldrei að vita nema að við endurtökum leikinn við tækifæri. :)

sunnudagur, september 07, 2008

Ég sé oft töluvert af sjálfum mér í Nabba/Zits/Gelgjunni...










Símaleysi

Síminn minn er týndur og óvíst hvort hann eigi afturkvæmt. Tapaði honum að öllum líkindum einhvers staðar niðri í bæ í gær. Veit ekki alveg hvenær ég yrði mögulega kominn með nýjan, finnsit hann ekki. Ekki bætir úr skák að hann var á silent, þó með vibrator væri.
Það þarf auðvitað varla að taka fram hversu bölvanlegt mér þykir þetta. Látum vera með símann per se, þó slæmt sé, en þarna áttum bæði ég og mamma ljósmyndir og skilaboð sem okkur er annt um. Persónulegi þátturinn er verstur.
Í millitíðinni verður því fólk að nálgast mig í gegn um e-mail (helst hotmailið, nota það mest), fésbókarspjall (sem reyndar sökkar), msn eða skype. Svo er auðvitað séns að rekast á mig á förnum vegi, enda er ég mikil miðbæjar- og kaffihúsarotta.


einarsteinn@hotmail.com
Heimasími: 551 0624

miðvikudagur, september 03, 2008

Skáldið bróðir minn

Bróðir minn er hagmæltur maður. Lítið á þessa kvæðabálka, sem nefnast Tanngjóstur reynir að láta ísbjörn éta sig II" og "Tanngnjóstur reynir að láta ísbjörn éta sig III", póstað á hversdagsmastri hans 1. september síðastliðinn.

Fellibylurinn Gústav

Fellibylurinn Gústav ríður nú yfir Bandaríkin. Ég rak strax augun í það að aldrei þessu vant ber fellibylurinn karlmannsneafn en ekki kvenmanns- og varð hugsað til Kent Brockman, fréttamannsins knáa úr The Simpsons:

Kent Brockman: The weather service has warned us to brace ourselves for the onslaught of Hurricane Barbara. And if you think naming a destructive storm after a woman is sexist, you obviously have never seen the gals grabbing for items at a clearance sale.
Marge: Hrm...that's true... but he shouldn't say it.

mánudagur, september 01, 2008

Apartheid Did Not Die

Í kjölfar færslunnar á fimmtudaginn langar mig til að mæla eindregið með öflugri heimildamynd eftir John Pilger, Apartheid Did Not Die, sem ég horfði á í gær. Þar er fjallað um um hvernig efnahagsleg asðkilnaðarstefna sé enn við lýði í S-Afríku, hvernig fórnarlömb Apartheid hafa ekki fengið bætur og hvernig loforð NAC um full réttindi til allra íbúa og skipting auðs og lands hafa ekki verið efnd. Til dæmis er umfjöllunin um kjör námuverkafólks þar í landi sérlega eftirminnileg.
Einn sem kommentaði á jútjúb hitti naglann á höfuðið þegar hann hélt því fram að eftirfarandi frasi segði meira en heil bók:
Einn af hvítu efri-stéttar gaurunum í myndinni sagði s.s, að spurður hvort hvíta forréttindafókið væru nú meðvitaðra um glæpi apartheid og bága stöðu blökkumanna í fátæktahverfum og hvort þeir hefðu farið og kynnt sér ástandið ásvæðunum: "We know, but we don't go." Myndina má finna í sex hlutum á youtube. Sá fyrsti er hér.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.