miðvikudagur, september 17, 2008

Rick Wright

Mér þykir missir af Richard "Rick" Wright, hljómborðsleikara og stofnmeðlimi Pink Floyd, enda var hann í miklum metum hjá mér. Wright lék á píanó, hljómborð, orgel, hljóðgerfla og einstöku sinnum á gítar, söng stundum aðalrödd og raddaði gjarnan. Hann samdi ýmis lög sjálfur og önnur í samtarfi við hljómsveitarmeðlimi sína, en ekki síst átti hann ríkan þátt í að skapa þann magnaða hljóðheim sem ríkti hjá Pink Floyd.
Ég þakka alla vega fyrir tónlistina. Ég mæli sérstaklega The Piper at the Gates of Dawn, fyrstu plötu Pink Floyd, þar sem Wright ljómar alveg í gegn (bendi t.a.m. á fallega orgelhljóminn í Pow R. Toc H., á eftir brjálæðiskaflanum, frá ca. 3:05) og The Dark Side of the Moon, ekki síst lagasmíðum Wrights; Us and Them (sem hann samdi ásamt Roger Waters) og The Great Gig in the Sky (Clare Torry mun þó eiga heiðurinn af imróviseríungunni í eigin söng). Mæli sömuleiðis með Remember a Day eftir Wright af plötunni A Saucerful of Secrets. Fallegt lag, það.
Hér tekur Pink Floyd lagið Careful With That Axe, Eugene á tónleikum í Earl's Court árið 1973:

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.