sunnudagur, september 07, 2008

Símaleysi

Síminn minn er týndur og óvíst hvort hann eigi afturkvæmt. Tapaði honum að öllum líkindum einhvers staðar niðri í bæ í gær. Veit ekki alveg hvenær ég yrði mögulega kominn með nýjan, finnsit hann ekki. Ekki bætir úr skák að hann var á silent, þó með vibrator væri.
Það þarf auðvitað varla að taka fram hversu bölvanlegt mér þykir þetta. Látum vera með símann per se, þó slæmt sé, en þarna áttum bæði ég og mamma ljósmyndir og skilaboð sem okkur er annt um. Persónulegi þátturinn er verstur.
Í millitíðinni verður því fólk að nálgast mig í gegn um e-mail (helst hotmailið, nota það mest), fésbókarspjall (sem reyndar sökkar), msn eða skype. Svo er auðvitað séns að rekast á mig á förnum vegi, enda er ég mikil miðbæjar- og kaffihúsarotta.


einarsteinn@hotmail.com
Heimasími: 551 0624

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.