mánudagur, september 01, 2008

Apartheid Did Not Die

Í kjölfar færslunnar á fimmtudaginn langar mig til að mæla eindregið með öflugri heimildamynd eftir John Pilger, Apartheid Did Not Die, sem ég horfði á í gær. Þar er fjallað um um hvernig efnahagsleg asðkilnaðarstefna sé enn við lýði í S-Afríku, hvernig fórnarlömb Apartheid hafa ekki fengið bætur og hvernig loforð NAC um full réttindi til allra íbúa og skipting auðs og lands hafa ekki verið efnd. Til dæmis er umfjöllunin um kjör námuverkafólks þar í landi sérlega eftirminnileg.
Einn sem kommentaði á jútjúb hitti naglann á höfuðið þegar hann hélt því fram að eftirfarandi frasi segði meira en heil bók:
Einn af hvítu efri-stéttar gaurunum í myndinni sagði s.s, að spurður hvort hvíta forréttindafókið væru nú meðvitaðra um glæpi apartheid og bága stöðu blökkumanna í fátæktahverfum og hvort þeir hefðu farið og kynnt sér ástandið ásvæðunum: "We know, but we don't go." Myndina má finna í sex hlutum á youtube. Sá fyrsti er hér.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.