Lag dagsins: Atmosphere með Joy Division.
Missti af Control á kvikmyndahátíðinni í kvöld. Grmbl. Hún verður sýnd í eitt skipti í viðbót, en það er ekki ólíklegt að ég muni þurfa að velja á milli hennar og einhverrar annarar myndar sem mig dauðlangar sömuleiðis að sjá. Leikstjóri Control leikstýrði einnig þessu fallega myndbandi.
sunnudagur, september 30, 2007
laugardagur, september 29, 2007
Opinn fundur: Hvað er að gerast í Palestínu?
Opinn fundur verður haldinn í fundarsal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, á morgun, sunnudaginn 30. september kl. 15.00.
Ziad Amro flytur ávarp. Ziad er félagsráðgjafi frá Hebron, stofnandi Öryrkjabandalags Palestínu og baráttumaður fyrir mannréttindum fólks með fatlanir.
Jón Magnússon alþingismaður segir frá nýlegri ferð sinni til hertekinnar Palestínu og Ísraels.
Ævar Kjartansson útvarpsmaður segir frá ferð sinni til hertekinnar Palestínu og Ísraels og sýnir myndir.
Fjölmennum! Allir velkomnir.
mánudagur, september 24, 2007
Fréttayfirlýsing frá Gush Shalom (á ensku, birtist á hebresku í Ha'aretz)
Not yet enough hell in Gaza?
19/09/07
The starving of the Gaza inhabitants is a crime and a folly. Mistreating a million and a half people will make them the most bitter of enemies. Instead of a cruel policy of naked force, we should negotiate with all Palestinians – including Hamas.
“With our own hands we are uniting a million and half people against us, in bitterness and hatred" says Gush Shalom (Israeli Peace Bloc). “The inhabitants of the Gaza Strip are completely dependent on Israel for their most basic livelihood. This complete dependence was created, consciously and deliberately, by all governments of Israel since 1967. The state of Israel cannot now just shrug off its responsibility for the fate of the inhabitants of Gaza. The people of the Gaza Strip have already been living for a long time in terrible squalor, on the very edge of starvation. Now we push them even much deeper into hell. The state of Israel is today roughly trampling International Law, in indiscriminate collective punishments of a whole civilian population. We, too, will eventually pay the price.
This policy of force and oppression is also emptying of content the negotiations supposedly taking place with Abu Mazen and the leadership he heads, presenting him and his followers as accomplices in the terrible suffering caused to their people. There can be no peace without talking to and negotiating with the entire Palestinian people, with all its parts including the Hamas leadership, which has explicitly expressed its willingness to discuss a cease-fire and a mutual end to attacks on both sides of the Gaza border. This is the alternative to the policy of trampling force whose main proponent is Defence Minister Barak, formally leader of the Labour Party - effectively leader of the Extreme Right in Israel”.
Hellisbúi
Innst í mínum helli
logar á fífustöng –
súgurinn leikur á stráfiðlu
við opna gátt.
Í steinrjáfrinu hanga
ljósbrotin klakaspjót:
hníga á odda fram
ískaldir dropar
falla falla
niður niður
koma mér í koll
– allt kemur mér í koll.
Ég er skógarmaðurinn
á Sjödægru:
líf mitt blaktir
á einni mjórri fífustöng
-- Jóhannes úr Kötlum, Sjödægra, 1955
fimmtudagur, september 20, 2007
Tónleikar fyrir Palestínu í kvöld - Fimmtudaginn 20. sept. á Organ
16.09.2007 Tónleikar fyrir Palestínu fara fram á Organ, Hafnarstræti 1-3, í kvöld, fimmtudaginn 20. september. Þar koma fram hljómveitirnar I Adapt, Skátar, Retro Stefson, For a Minor Reflection og >3 Svanvhít. Húsið opnar klukkan 20:30 og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og rennur allur ágóði til Neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína til handa íbúum Palestínu.
Nokkuð er um liðið síðan Félagið Ísland-Palestína hélt síðast tónleika þegar Reykjavík!, Seabear, Wulfgang, Mr. Silla og Shadow Parade léku á vel heppnuðum tónleikum á Grand rokk þann 25. maí í fyrra. Fjölmargar af fræknustu rokksveitum og listamönnum síðustu ára hafa leikið á Palestínutónleikum síðustu ár - og má þar nefna KK, Mugison, Múm, Jakobínarína og Ensími.
Á tónleikunum á fimmtudaginn koma fram fimm hljómsveitir - sem allar munu koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í október. Til sölu verður varningur frá Nakta apanum og safndiskurinn Frjáls Palestína þar sem GusGus, Múm og Mugison eru meðal flytjenda.
Stöðvum múrinn!
Lögð verður áherslu á að safna fé fyrir fórnarlömb Aðskilnaðarmúrsins sem ísraelska hernámsliðið er að reisa á herteknu svæðunum - þvert á alþjóðalög, samþykktir Sameinuðu þjóðanna og úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag. Þúsundir Palestínumanna hafa misst lífsviðurværi sitt í kjölfar byggingu múrsins sem einangrar palestínskar byggðir og rænir ræktarlandi þeirra.
Þvert á það sem margir halda liggur múrinn ekki á landamærum Ísraels og palestínsku herteknu svæðanna - heldur á herteknu landi. Samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins ber Ísraelsmönnum að hætta byggingu múrsins þegar í stað, rífa þá hluta hans sem þegar hafa verið reistir og greiða fórnarlömbum hans skaðabætur. Aðildaríki Sameinuðu þjóðanna eiga að sjá til þess að úrskurðinum sé framfylgt - og er Ísland þar á meðal.
Helvítis viðbjóðslegu fasistasvín
Mér var illilega brugðið þegar ég las færslu bróður míns þar sem hann vísar á hlekk með myndbandi þar sem John Kerry fær fyrirspurn eftir fyrirlestur sinní Háskóla í Bandaríkjunum
Hafandi horft á þetta kýs ég sömuleiðis að skella hlekk á þetta. Spyrillinn í salnum fór aðeins yfir tímamörk spurningar og verðirnir taka hann og handjárna og rota hann með Taser-stuðbyssum. Ég ætlaði varla að trúa þessu fyrr en ég horfði á myndbandið. Andskotans helvítis hrottar. Ég veit varla hvort er ógeðslegra, aðgerðir varðanna eða það að samnemendur lyfta varla litlafingri honum til varnar og sumum virðist skemmt. Sannarlega óhugnarlegt ef málfrelsið er orðið svona þarna úti. Ef þú segir eitthvað sem valdinu mislíkar ertu handtekinn og rotaður með stuðbyssu. Ekki heldur félegt að lögreglan hér heima sé að íhuga að fara að nota þessar sömu stuðbyssur. Djöfulsins hryllingur.
"Ef málfrelsi hefur einhverja merkingu þá er það sú að geta sagt fólki það sem það vill ekki heyra."
-- Voltaire.
miðvikudagur, september 19, 2007
Ingmar Bergman
Meðal kúrsa sem ég er núna í er Ingmar Bergman: Uppreisn gegn föðurímynd. Sá um daginn aðra myndina sem ég hef séð eftir hann; Det sjunde innseglet. Var mjög hrifinn af henni. Hin myndin er uppfærsla hans á Töfraflautunni eftir Mozart og er hún svo sannarlega ekkert slor heldur. Var svo í tíma í dag þar sem við ræddum fyrrnefndu myndina. Líst vel á þennan kúrs. Hann reynist reyndar vera á sænsku en það kom mér á óvart hvað ég skildi og hvað ég gat tjáð mig á minni pan-skandinavisku. Um að gera að muna eftir að segja "just det", "vist" og jag VET" með reglulegu millibili.
Margt hefur verið skrifað og sagt um Ingmar Bergman í kjölfar andlát hans, en ég held að enginn toppi meistara Stephen Colbert og leyfi ég honum því að eiga síðasta orðið. :)
þriðjudagur, september 18, 2007
Dylan, maður. Dylan. Úff, já.
Hér flytur hann lagið It’s Alright Ma (I’m Only Bleeding) árið 1965. Mér er það óskiljanlegt að þetta hafi verið klippt út úr Don’t Look Back. Þvílíkur flutningur. Þvílíkt lag.
mánudagur, september 17, 2007
Hinn palestínski Mandela
Góð grein eftir Uri Avnery: The Palestinian Mandela . Þegar Fatah og Hamas takast á, og Vesturveldi kynda undir ófriðarbálið og hernámið hríðversnar binda æ fleiri vonir við palestínska andspyrnumanninn Marwan Barghouti. Hann er álitinn þjóðarhetja í heimalandi sínu óháð flokkslínum (hann er sjálfur í Fatah). Hann situr nú í ísraelska fangelsinu Hasharon. Uri Avnery ber Barghouti einnig saman við Nelson Mandela og sér að þeir eiga ýmislegt sameiginlegt. Hann er meðal fjölmargra sem berjast fyrir að Marwan Barghouti verði látinn laus. Lesið þessa grein.
...Both became national heroes behind prison bars. Both were convicted of terrorism. Both supported violent struggle. Mandela supported the 1961 decision of the National African Congress to start an armed struggle against the racist government (but not against the white civilians). He remained in prison for 28 years and refused to buy his freedom by signing a statement denouncing "terrorism". Marwan supported the armed struggle of Fatah's Tanzim organization and has been sentenced to several life terms.
But both were in favor of peace and reconciliation, even before going to prison. I saw Barghouti for the first time in 1997, when he joined a Gush Shalom demonstration in Harbata, the village neighboring Bil'in, against the building of the Modiin-Illit settlement that was just starting. Five years later, during his trial, we demonstrated in the courthouse under the slogan "Barghouti to the negotiating table, not to prison!" ...
laugardagur, september 15, 2007
Lag dagsins: Baby You're A Rich Man með Bítlunum.
Finntroll í kvöld. Kippis fyrir því.
miðvikudagur, september 12, 2007
Nú er úti veður vott...
....en engin ástæða til þess að láta allt verða að klessu. Í rigningu er t.d. gott að sitja með góða bók og góða tónlist á fóninum. Í mínu tilfelli er það Freedom Next Time eftir John Pilger og plöturnar Revolver með Bítlunum og Aftermath með The Rolling Stones.
Hyggst skella mér aftur á upplestur í Iðnó í kvöld, sem er hluti af Bókmenntahátíðinni sem nú stendur yfir. Hlýddi á Tracy Chevalier í fyrradag, þótti hún skemmtileg og keypti mér bók hennar, Burning Bright. Meðal upplesara í kvöld verður Roddy Doyle. Hann hef ég ekki enn lesið en hef heyrt afar vel af honum látið. Það segir mamma mín líka að minnsta kosti.
Lag dagsins: She Said She Said með Bítlunum af plötunni Revolver.
mánudagur, september 10, 2007
Ósmekkleg auglýsing
Þegar við Kristján vorum úti í Finnlandi hengum við einu sinni sem oftar á hótelherberginu og horfðum á sjónvarpið, skiptandi milli stöðva. Rákum við þá augu í auglýsingu nokkra á MTV. Þar sást luralegur karl í miklum hamagangi fyrir framan tölvuna og svitinn bogar af honum. Þó að myndavélinni væri ekki beint neðar en að bringu þurfti ekki mikið hugmyndarflug til að sjá að hann átti að vera að rúnka sér. Síðan birtist texti á skjánum: ”(Setjist inn há tala sen ég man ekki) women get sexually attacked by men every night. - Thank you for staying home tonight". (leturbreytingar mínar).
Ég gat ekki skilið þetta öðruvísi en svo að þessu væri beint til karlmanna, jafnvel til mín: Þakka mér fyrir að vera ekki úti í kvöld að nauðga konum.
Skilaboð mín til MTV: Étið þið skít.
Áfangasigur í Bi'lin og tónlistarpælingar
Uri Avnery skrifar að vanda góða grein um áfangasigur sem unnist hefur í palestínska þorpinu Bil'in á Vesturbakkanum. Bil'in hefur orðið að táknmynd fyrir andspyrnu gegn hernámsmúrnum í Palestínu. Samstaða og þrautsegja mótmælendanna sem hafa mótmælt friðsamlega á hverjum föstudegi í 135 vikur á aðdáun skilið, sérstaklega þegar litið er til þess að friðsamleg mótmæli hafa aðeins verið frá þeirra hálfu en hermenn hafa mætt þeim með barsmíðum, gúmmíkúlnaskothríð og táragasi, og handsamað marga.
Nú nýlega úrskurðaði Hæstirétturinn í Ísrael hluta múrsins ólöglegan og litlum hluta lands var skilað. Á sama tíma hefur hæstirétturinn hins vegar lagt blessun sína á aðra landtökubyggð sem reist var á landi Bil'in og hætta er á því að þessi litla aðgerð geti slegið ryki í augu fólks og virkað sem réttlæting frekara landráns. Lítill steinn í stórum múr, mætti segja, og er ég þá minnugur Pink Floyd. en þá á ég bæði við múrinn og þá hughyggju og hernám sem hann stendur fyrir, en það heldur áfram og fer hríðversnandi.
Uri Avnery segir að í þessari örvæntingarfullu báráttu sé jafnvel lítill sigur mikilvægur. Baráttunni er hins vegar langt í frá lokið. Það er bæði nauðsynlegt að brjóta niður veraldlega og huglæga múra og það er það sem mótmælendurnir í Bil'in og víðar berjast fyrir. "Écrasez l'infamme!", eins og var kjörorð Voltaire. "Mölvið hana, bölvaða!"
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um múrinn bendi ég á þessa ágætu samantekt Gush Shalom.
And now for something completely different:
Eftir á að hyggja hefði ég e.t.v. átt að fara á tónleikana með Chris Cornell. Mín góða vinkona, Heiða gaf tónleikunum þrjár stjörnur í Mogganum. Þótti skorta þetta „hættulega“, „óbeislaða“ rokk, þetta hafi verið einum of slípað, session-legt hjá bandinu en best hafi tekist upp þegar Cornell tók lög kassagítar. Þetta virðist því hafa verið með snyrtimennskuna í fyrirrúmi en ekki nógu væld, svo ég vísi í kvikmyndina Með allt á hreinu. Ekki það, ég átti mjög ánægjulegt kvöld á Hressó og Highlander með kórfélögum.
Ég þarf að hlusta meira á kauða, er meira svona „casual fan“. Þekki einstaka lög með Soundgarden og sóló, hef náttúrulega heyrt og séð hitt og þetta í sjónvarpi, útvarpi og í gítarpartýum og hefur líkað vel. Gæti þó aðeins raulað She‘s Going To Change the World og Black Hole Sun.
Hef annars mestmegnis verið að hlusta á Tom Waits undanfarið. Used Songs, Franks Wild Years og The Heart of Saturday Night auk Russian Dance af plötunni The Black Rider, en mætti þó alveg fara að spila þá síðustu meira. Keypti mér líka Alice, Blood Money og Bone Machine úti og hafa þær allar verið í spilun. Platan Innuendo með Queen og margvísleg lög Nick Cave hafa einnig hljómað í eyrunum.
föstudagur, september 07, 2007
Í minningu Pamínu
Kötturinn minn, Pamína, er látin, 17 ára að aldri. Hennar verður sárt saknað. Heilsa hennar var orðin svo að það var aðeins um það að ræða að hún yrði svæfð eða að hún þyrfti að þjást, og hún átti hvort eð er stutt eftir.
Þar sem ég kveð ástkæran köttinn minn er ég þakklátur fyrir allar þær góðu minningar sem ég mun eiga um hana, þennan stóra, sterka og gáfaða kött, þennan skemmtilega, ljúfa og trygga vin sem hefur verið félagi minn frá því að við vorum bæði ungviði. Þakka þér fyrir samfylgdina, Pamína. Betri kött hefði ég ekki getað hugsað mér.
Bróðir minn minnist hennar líka á hversdagsamstri sínu.