miðvikudagur, september 19, 2007

Ingmar Bergman

Meðal kúrsa sem ég er núna í er Ingmar Bergman: Uppreisn gegn föðurímynd. Sá um daginn aðra myndina sem ég hef séð eftir hann; Det sjunde innseglet. Var mjög hrifinn af henni. Hin myndin er uppfærsla hans á Töfraflautunni eftir Mozart og er hún svo sannarlega ekkert slor heldur. Var svo í tíma í dag þar sem við ræddum fyrrnefndu myndina. Líst vel á þennan kúrs. Hann reynist reyndar vera á sænsku en það kom mér á óvart hvað ég skildi og hvað ég gat tjáð mig á minni pan-skandinavisku. Um að gera að muna eftir að segja "just det", "vist" og jag VET" með reglulegu millibili.

Margt hefur verið skrifað og sagt um Ingmar Bergman í kjölfar andlát hans, en ég held að enginn toppi meistara Stephen Colbert og leyfi ég honum því að eiga síðasta orðið. :)

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.