Nú er úti veður vott...
....en engin ástæða til þess að láta allt verða að klessu. Í rigningu er t.d. gott að sitja með góða bók og góða tónlist á fóninum. Í mínu tilfelli er það Freedom Next Time eftir John Pilger og plöturnar Revolver með Bítlunum og Aftermath með The Rolling Stones.
Hyggst skella mér aftur á upplestur í Iðnó í kvöld, sem er hluti af Bókmenntahátíðinni sem nú stendur yfir. Hlýddi á Tracy Chevalier í fyrradag, þótti hún skemmtileg og keypti mér bók hennar, Burning Bright. Meðal upplesara í kvöld verður Roddy Doyle. Hann hef ég ekki enn lesið en hef heyrt afar vel af honum látið. Það segir mamma mín líka að minnsta kosti.
Lag dagsins: She Said She Said með Bítlunum af plötunni Revolver.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli