fimmtudagur, september 20, 2007

Helvítis viðbjóðslegu fasistasvín

Mér var illilega brugðið þegar ég las færslu bróður míns þar sem hann vísar á hlekk með myndbandi þar sem John Kerry fær fyrirspurn eftir fyrirlestur sinní Háskóla í Bandaríkjunum

Hafandi horft á þetta kýs ég sömuleiðis að skella hlekk á þetta. Spyrillinn í salnum fór aðeins yfir tímamörk spurningar og verðirnir taka hann og handjárna og rota hann með Taser-stuðbyssum. Ég ætlaði varla að trúa þessu fyrr en ég horfði á myndbandið. Andskotans helvítis hrottar. Ég veit varla hvort er ógeðslegra, aðgerðir varðanna eða það að samnemendur lyfta varla litlafingri honum til varnar og sumum virðist skemmt. Sannarlega óhugnarlegt ef málfrelsið er orðið svona þarna úti. Ef þú segir eitthvað sem valdinu mislíkar ertu handtekinn og rotaður með stuðbyssu. Ekki heldur félegt að lögreglan hér heima sé að íhuga að fara að nota þessar sömu stuðbyssur. Djöfulsins hryllingur.

"Ef málfrelsi hefur einhverja merkingu þá er það sú að geta sagt fólki það sem það vill ekki heyra."
-- Voltaire.

2 ummæli:

Einsi Jó sagði...

Kerry er búinn að svara fyrir sig, segist leiðast það að hafa ekki fengið að svara spurningunni en fer samt varlega í það að gagnrýna einn né neinn heldur tekur frekar pólitískt í árinni

Tekið af Wikipedia:
"In 37 years of public appearances, through wars, protests and highly emotional events, I have never had a dialogue end this way. I believe I could have handled the situation without interruption, but I do not know what warnings or other exchanges transpired between the young man and the police prior to his barging to the front of the line and their intervention. I asked the police to allow me to answer the question and was in the process of responding when he was taken into custody. I was not aware that a taser was used until after I left the building. I hope that neither the student nor any of the police were injured. I regret enormously that a good healthy discussion was interrupted."

Einar Steinn sagði...

Hann hefði kannski líka getað mimt kjafti eða lyft litlafingri til þess að reyna eitthvað til að afstýra því að pilturinn væri handjárnaður án nokkurar skýringar með valdi, keyrður yfir í horn,þar sem hann kallar á hjálp og hrópar upp yfir sig af sársauka. Það var AUGLJÓST að pilturinn særðist.
"Leiðast það að hafa ekki fengið að svara spurningunni". Eins og málið hafi snúist um það.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.