laugardagur, september 29, 2007

Opinn fundur: Hvað er að gerast í Palestínu?

Opinn fundur verður haldinn í fundarsal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, á morgun, sunnudaginn 30. september kl. 15.00.

Ziad Amro flytur ávarp. Ziad er félagsráðgjafi frá Hebron, stofnandi Öryrkjabandalags Palestínu og baráttumaður fyrir mannréttindum fólks með fatlanir.


Jón Magnússon alþingismaður segir frá nýlegri ferð sinni til hertekinnar Palestínu og Ísraels.


Ævar Kjartansson útvarpsmaður segir frá ferð sinni til hertekinnar Palestínu og Ísraels og sýnir myndir.


Fjölmennum! Allir velkomnir.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.