Hellisbúi
Innst í mínum helli
logar á fífustöng –
súgurinn leikur á stráfiðlu
við opna gátt.
Í steinrjáfrinu hanga
ljósbrotin klakaspjót:
hníga á odda fram
ískaldir dropar
falla falla
niður niður
koma mér í koll
– allt kemur mér í koll.
Ég er skógarmaðurinn
á Sjödægru:
líf mitt blaktir
á einni mjórri fífustöng
-- Jóhannes úr Kötlum, Sjödægra, 1955
mánudagur, september 24, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli