Til minningar um misheppnaðan tónsnilling
Vort líf, vort líf, Jón Pálsson,
er líkt og nóta fölsk.
Hún laumast inn í lagið
og lætur hátt við slagið.
Og það er svo sem sama,
hve vor sál er músíkölsk.
Oss vantaði ekki viljann,
þótt verkið reyndist lakt.
Vér lékum Tarantella,
Nocturne, La Campanella.
Svo gall við hæðnishlátur:
Hvað hefði Friedman sagt?
Það gerðist nóg um glensið
og gagnrýninnar rök.
Og margt var misjafnt talið
við meðferðina og valið.
Og enginn sá neitt annað
en aðeins vora sök.
Vér áttum kannske erfitt
og athvörf miður hlý.
Og naumt varð oft að nægja
til næsta dags. Ojæja,
vor list var lítils metin,
og launin eftir því.
Um það er bezt að þegja
og þreyta ei fánýtt hjal.
Það snertir einskis eyra,
og öðrum bar víst meira,
því það er misjafn máti,
hve mönnum gjalda skal.
Og sízt vér munum syrgja,
hve smátt að launum galzt.
Án efa í æðra ljósi
expert og virtuose
mun Herrann hærra setja
eitt hjarta músíkalskt.
-- Steinn Steinarr
mánudagur, desember 18, 2006
sunnudagur, desember 17, 2006
Hnyttin tilsvör
Í bílnum í gær sátum við amma og mamma. Þær eru að tala um móður fiðluleikarans á tónleikunum sem við vorum á, sem ömmu minnir að sé dáin (móðirin þ.e.a.s.), og það fyrir einhverju síðan, en mamma sannfærir hana um að móðirin hafi alla vega verið lifandi á tónleikum sem þær voru á í fyrra.
Mamma: „Hvenær drapstu hana?“
Sem ég var að vafra um netið rakst ég á gamalt spjall af Framtíðarvefnum, þar sem umræðuefnið var fyndið mismæli og fyndnar misheyrnir. Þannig rakst ég á tilsvar sem ég var búinn að steingleyma. Bára, þáverandi bekkjarsystir mín hvíslar eitthvað í tíma sem var víst beint til mín og ég misheyri.
Ég: „Ha? Er ég utanlegsfóstur?“
laugardagur, desember 16, 2006
Kveð, sönggyðja
Út er kominn geisladiskur Háskólakórsins, Í hendi þinni. Ég var sjálfur að skipa mér eintak af honum og er með hann í spilaranum núna. Þó ég segi sjálfur frá, þá hljómum við unaðslega. Við erum hreinlega æðislegur kór (hey, if you’ve got it; flaunt it). Það er svo alltaf gaman að hlusta á upptöku sem maður hefur sjálfur tekið þátt í. Þetta er sannarlega jólagjöfin í ár. Diskurinn fæst í 12 Tónum og kostar e-ð um 2000 krónur. Einnig er hægt að hafa samband við Hrafn í síma 8458084.
miðvikudagur, desember 13, 2006
Besta móðgun Shakespeare
Þær eru margar góðar, sbr. þessa síðu. Þar má nefna móðganir á borð við:
a flesh monger
Thou puking pottle-deep jolt-head!
a fool, and a coward, a dull and muddy-mettled rascal
You scullion! You rampallian! You fustilarian! I'll tickle your catastrophe!
Thou craven common-kissing pignut
Thou clay-brained guts, thou knotty-pated fool, thou whoreson obscene greasy tallow-catch!
Thou beslubbering unchin-snouted wagtail
You starvelling, you eel-skin, you dried neat's-tongue, you bull's-pizzle, you stock-fish--O for breath to utter what is like thee!-you tailor's-yard, you sheath, you bow-case, you vile standing tuck!
En besta og andstyggilegasta móðgun Shakespeare er enn eftir og má finna í leikritinu Henry IV, sem ég er að lesa núna: You Prince of Wales!
...og einn talandi páfugl á grein*
Í gær fór ég í fyrsta prófið mitt, í kvikmyndafræði. One down, two to go. Þreytti það í Miðjunni í Háskólabíói. Gekk þokkalega, held ég bara. Sem ég þreytti þetta próf fékk ég lifandi sönnun þess að bankanum er sama um mann. Einhver snillingurinn hafði fengið þá hugmynd að fá hóp af krakkarassgötum til að jarma jólalög. Söngurinn barst MJÖG vel í gegn og get ég ekki alveg sagt að hann hafi komið mér í jólaskap, þar sem ég var að reyna með sveittann skallann að einbeita mér. Þvert á móti var þetta að gera mig brjálaðann. Talandi um góða tímasetningu og tillitsemi við námsmenn.
Sko, þegar prófum lýkur skríð ég eflaust úr grábjarnarhamnum og verð jólabarn á ný en ÞEGAR ÉG ER Í FOKKINGS PRÓFI VIL ÉG LíKA FÁ FOKKINGS VINNUFRIÐ!
Eftir prófið bað ég bankastarfsmann afar vinsamlega um að koma þeim skilaboðum á framfæri við aðstandendur að þetta hefði virkað einkar truflandi, í þeirri von að slíkt færi ekki að endurtaka sig.
Þúst... þið getið fokkað ykkur og þessum helvítis talandi páfugl á grein!
* Ekki það að ég hafi rekist á marga talandi páfugla um æfina. Páfagaukana hefur ekki vantað en ég enn ekki séð einn einasta talandi páfugl. Ah, live and learn.
sunnudagur, desember 10, 2006
Isn't it awfully nice to have a penis?
Hafandi verið í töluverðum lestri, pælingum og viðræðum undanfarið um feminískar og Freudískar kenningar, varð mér hugsað tilþessa ágæta lags úr kvikmynd Monty Python, The Meaning Of Life, en það er samið og flutt af Eric Idle.
Leikgerð Fjallkirkjunnar í útvarpinu.
Ég mæli með leikgerð Jóns Hjartarsonar upp úr Fjallkirkju Gunnars Gunnarsonar , sem Útvarpsleikhúsið flytur nú kl. 13:00 á hverjum sunnudegi. Ég gerði mér för í Gunnarshús á Dyngjuvegi um daginn og hlýddi á uppfærsluna upp úr 3. bindi, Nótt og draumi. Skemmst er frá því að segja að ég hafði mjög gaman að, prýðileg uppfærsla,og lífleg og vel leikin. Allt þetta kvöld var hið ánægjulegasta, spjallaði við mikið af góðu fólki, bæði leikara, Gunnar, langafabarn skáldsins og Skúla Björn, forstöðumann Skriðuklausturs, og gaman að þeir mundu báðir eftir mér, en ég hef ég spjallað við þá áður, enda sjaldan látið mig vanta á viðlíka viðburði. Sötraði líka mikið af rauðvíni sem þar var í boði.
Að sama skapi mæli ég að sjálfsögðu með lestri Fjallkirkjunnar, og nú, þar sem líður að jólum, tel ég einnig þjóðráð að lesa Aðventu, ég las hana í fyrra og hyggst lesa hana aftur, enda er hún í senn stutt bók og æðisleg.
föstudagur, desember 08, 2006
miðvikudagur, desember 06, 2006
Hananú, nú er ég loks búinn með þessa blessuðu ritgerð, (með öllum sínum göllum). Það er eins og Purkurinn sagði, það er ekki spurning um að geta heldur gera. Nú falla líka vötn öll til Dýrafjarðar og ágætt að vera búinn að rubba þessu af. Vakti í alla nótt við að trunta mér í gegn um þetta og er ekkert búinn að sofa. Það er svona næst á dagskrá. Svo bíður mín auðvitað allur hinn lærdómurinn fyrir komandi próf og svona.
Ég kunngjöri hér með að ef það er eitthvað sem mér leiðist við ritgerðasmíðar þá er það:
a) að þurfa að stytta ritgerðir
b) Helvítis moðerfokkíng footnotes í heimildaritgerðum.
Humm, já, og að þurfa að hanga við skrifin í þessari helvítis kjallarakatakompu við tölvu sem er annað eins helvítis rusl og þessi og algert svefnleysi um nóttina er svo ekki alveg beinlínis mín uppskrift að góðu teiti...
þriðjudagur, desember 05, 2006
Ég er enn í ritgerðarvinnu, allav. 7 bls. fræðileg úttekt á Bókinni Kúreki norðursins - Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson, sem ég á að skila á morgun. Bókin er um margt áhugaverð, en ég er núna að lesa um tilraunamyndirnar hans, og sá lestur er kannski nokkuð þurr. Skemmtilegast og jafnframt áhugaverðast fannst mér að lesa viðtalið við Frikka og umfjöllun Björns Þórs Vilhjálmssonar um Rokk í Reykjavík og íslenska pönkmennningu. Í því samhengi leigði ég mér líka aftur hina bráðskemmtilegu og fræðandi mynd Pönkið og Fræbblarnir. Tók mér reyndar líka Rokksögu Íslands á bókasafninu í sama tilgangi, gagn og gaman, sumsé. Maður er alveg í fílingnum núna. Fræbbblarnir, Utangarðsmenn og The Clash hafa líka fengið að hljóma mikið í græjunum.
Æi, demitt, ég myndi mun fremur fíla viðræður eða munnlegt próf, þegar kemur að kvikmyndum en skriflegt, þar væri ég fremur á heimavelli.
Lag dagsins: London Burning með The Clash af plötunni The Clash.
mánudagur, desember 04, 2006
Í eftirmælum sínum um frænda sinn spyr félagi Þórður góðrar spurningar, hvers vegna jarðarfarir geti ekki verið skemmtilegar, og vísar þar í útför Graham Chapman, Monty Python-liða. Ég tek þar undir með honum. Þessi jarðarför er í senn einhver sú fallegasta og fyndnasta sem ég hef séð, og þegar kemur að mér, myndi ég sjálfur vilja hafa jarðarförina mína eitthvað á þessa leið. Þá er ekki úr vegi að vísa á The Parrot Scetch, sem John Cleese minnist á í ræðunni sinni, en á undan honum er teiknimynd eftir Terry Gilliam og brandaranum fylgir svo The Lumberjack Song. Njótið vel.
Raunar birtist ræða Cleese ekki öll í myndbandinu, en textan við hana í heild sinni má finna hér.
Og fyrst minnst var á Llamadýr áðan, má ég til með að láta þetta fljóta með. :)
Fyrir tilviljun rakst ég á bráðskemmtilegt lag með hinum unga og efnilega trúbadúr Johnny Poo á netinu, en það nefnist Hvar er Guðmundur? Það má finna hér. Tékkið á því. Þar má t.d. finna línur á borð við "Ég held ég sé ljóslampi", "...því mér þykir vænt um hann og mig langar hann að lita", "Guðmundur var gæjalegur, hann var lamadýr". :)