Hvatt til morðs á Avnery!Fyrir nokkrum dögum gerðist það að Baruch Marzel, formaður þjóðernishægriflokksins „Jewish National Front“ hvatti til þess að Ísraelsher dræpi Uri Avnery, stofnanda ísraelsku friðarsamtakanna Gush Shalom, hvers greinar ég hef oft vísað í og þýtt nokkrar. Avnery er einn eftirlætis dálkahöfundur minn. Sem eðlilegt er varð mér vægast sagt illilega brugðið við þessa frétt. Þessi yfirlýsing Marzel, sem birtist í Ísraelska dagblaðinu Ha’aretz, kom í kjölfar þriðju nýjustu greinar Avnery, A Disgusting Enterprise, þar sem Avnery lýsir viðbjóði sínum á árás Ísraeelshers á fangelsið í Jeríkó að fyrirskipan Olmerts, svo Olmert gæti krækt sér í fleiri atkvæði, og hvernig það stefndi ísraelskum og palestínskum lífum í hættu. 3 létust í innrásinni. Vitnað hafði verið til Avnery í útvarpinu og ummæla hans í greininni, þegar hann kallar morðið á fyrrum forsætisráðherra Ísraels, Rehav’am Ze’evi „útmiðað víg“, og segir að það sé mjög líkt því hvernig palestínskir stórnmálaleiðtogar eru drepnir af Ísraelsher. Eins og fram kemur á heimasíðu Gush Shalom var ekki vitnað í næstu orð hans, þar sem hann segir að hann sé andvígur öllum morðum, „okkar“ eða „þeirra“. Af Marzel þessum er að segja að hann var áður í flokki Meir Kahane en sá flokkur var á sínum tíma bannaður vegna rasíksrar stefnu sinnar. Marzel hefur heitið að halda áfram stefnu Kahane og notar auk þess mynd af Kahane í kosningaherferð flokksins. Fyrir þá sem vilja lesa meira um þetta mál bendi ég á heimasíðu Gush Shalom og Heimasíðu Ha'aretzÞað besta sem ég sá í stöðunni hafandi lesið fréttina og fyllst viðbjóði á þessu athæfi var að senda félögum í Íslandi-Palestínu e-mail, og hvetja til þess að félagið fordæmi þessa morðhvatningu, sem er skýrt brot á ísraelskum lögum og krefjast þess að ísraelsk sendirráð og yfirvöld taki á þessu máli og fordæmi það. Að Marzel verði dreginn fyrir rétt og honum og flokki hans verði bannað að bjóða sig fram í kosningum í Ísrael, af áðurnefndum ástæðum. Flokkur hans náði raunar ekki neinu sæti í nýafstöðnum kosningum. Ég hvet lesendur sem láta sig þetta einhverju varða að fara að dæmi hinna ýmsu einstaklinga og friðarhreyfinga og senda bréf til yfirvalda eða sendiráða. Þið gætuð þá sent á þessar adressur: Acting Prime Minister Ehud Olmert eulmert@knesset.gov.il phone 02-6753286/6753740 Office of the Prime Minister 3 Kaplan Street, P O Box 187 Jerusalem 91919, Israel Phone: +972-2-6753333 Fax: +972 2 6521599 spokesman: Assaf Sharif - 02-5669245 (fax) E-mail: pm_eng@pmo.gov.il PM_ENG1@it.pmo.gov.il, pm_heb@pmo.gov.il / Minister of Justice Tzippi Livni (also Foreign Minister) Ministry of Justice 29 Salah al-Din Street Jerusalem 91010, Israel Phone: +972-2-6708511 Fax: +972 2 6285438/6288618 spokesman:Shai Ben-Maor 02-6285438 (fax) E-mail: sar@justice.gov.il (may bounce), mancal@justice.gov.il, pniot@justice.gov.il og þar sem þetta tengist Jeríkó væri ekki úr vegi að senda bréf til: UK Foreign Minister Jack Straw - jack.straw@fco.gov.uk E-mail sendiráðanna eru: http://www.embassyworld.com/embassy/israel1.html + more on: http://www.embassyworld.com/embassy/israel2.html Meistari Avnery skrifar nýja grein um kosningarnar sem nefnist What the Hell has happened?. Ég hvet ég lesendur til að lesa báðar greinar.
Þegar ég ætlaði að skella inn athugasemd við ágæta grein Vilhelms Vilhelmssonar á Egginni, um aðgerðir óeirðalögreglu í Hvíta-Rússsland annars vegar og Frakklandi hins vegar, birtist fyrst síða þar sem ég átti að slá inn kóða til að staðfesta að ég væri raunveruleg persóna, áður en lengra yrði haldið.
To verify that you are a real person, please retype the following code... Þetta fannst mér fyndið og býður um leið upp á skemmtilegar pælingar. Hvað annað gæti ég nú svo sem verið?
Lag dagsins: Wild Thing í flutningi Jeff Beck og félaga.
Andaktugi ungi maðurinn er veikur heima með hressilegt kvef, kverkaskít og hita. Jibbí. Andaktugi ungi maðurinn á massíft heimanám framundan. Andaktugi ungi maðurinn bloggar næst þegar hann má vera að og nennir. Andaktugi ungi maðurinn vonar að hann komist í leikhús á morgun á lokasýningu Túskildingsóperunnar. Sökum veikinda og slappleika varð andaktugi ungi maðurinn að sleppa partýi í kvöld sem hann langaði mjög í. Andaktugi ungi maðurinn vildi auk þess ekki smita vini sína. Andaktugi ungi maðurinn vonar að hann verði betri á morgun. Ef ekki þá kynni þó að vera að hann tæki áhættuna. Þá væri hann hvort eð er ekki að smita neinn sem hann þekkir. ;)
Djöfull getur verið óþolandi að ná ekki í fólk í síma, sérstaklega þegar ríður á. Svo er nú ástatt og þyfti ég að ná í alla vega eina af fjórum manneskjum sem ég næ ekki í. Grmmbl.
Til minningar fyrir friði eftir kvikmyndasýningu fórnarlamba stríðsins 18. mars 2006
Tóm orð sem lýsa aldrei hryllingnum reyni að loka augunum þar til það er afstaðið fjórir grímuklæddir menn þylja yfirlýsingu ég skil ekki mál þeirra en veit hvað er í vændum þó ég viti hvað muni gerast og hefur þegar gerst bið ég þess innra af öllum mætti að það gerist ekki við vorum vöruð við samt er maður aldrei viðbúinn miðaldra vesturlandabúi, skjálfandi af hræðslu bundnar hendur og fyrir augu mér finnst ég kominn í hans stað skelfingin ólýsanleg ég píri augun sé sax dregið klemmi augun en heyri gegn um myrkrið hægt, eins og sög hryllingsópið nístir mig nei, tóm orð sem lýsa aldrei hryllingnum hvenær lýkur því? það heldur áfram og áfram eins og því sé ekki ætlað að ljúka loks þagnar hljóðið ég opna augun glittir í höfuð píri nötrandi augun, bíð aðeins lengur hönd með blóðugt höfuð mannsins sem var á lífi í máttvana skelfingu fyrir örskoti síðan fyrir augum manns stirnað í angistarópi Fyrir hvað? Frelsi? Sjálfstæði? Lýðræði? Og þið spyrjið hvers vegna ég hati stríð? Hvað ég hafi á móti hernámi? Myndirnar renna áfram,menn, konur og börn hver mynd annari hrottalegri eins og maður sé ristur á hol aftur og aftur og aftur nei, þetta málverk get ég ekki málað enda væri það eflaust bannað sendiboðinn skotinn, enn ein myndin er þetta bara mynd, nafn, tölustafir, sem mást burt með morgunkaffinu? Dagur eftir þennan dag Ný gleði, ný sorg myndir sem hreyfast og líða áfram en þeim er ekki lokið þessar myndir lifa, þó þær séu af ríki dauðans og fólkið lifir líka, sem eftir er svipt ástvinum, örkumlað allt lifir í ykkur, lifir í mér, með okkur öllum sem sjá, opnum við augun þið gleymist ekki og hver veit kannski getum við tekið nýjar myndir ef við fáum nýtt myndefni og hið gamla hverfur á braut að eilífu Fátækleg orð mín til minningar um ykkur Hvíl í friði
Gleðilegan heilags Patreks-dag! Ég hyggst ég halda upp á daginn með því að drekka hestaskál af einhverjum góðum bjór (helst auðvitað írskum), lesa James Joyce og mögulega W.B. Yeats í ensk-írskum bókmenntum, kyrja og/eða hlusta á írska tónlist, halda á jörfagleði með kórfélögum hjá Ernu og mögulega líta eftir partýið á öldurhúsið Celtic Cross, hvar má ætla að skálaglamm verði allnokkurt.
Á meðan stríði er mótmælt um allan heim, nú þegar þrjú ár verða liðin frá innrásinni í Írak minnist Bandaríska herliðið þess einnig á sinn hátt, en í gær hóf það mestu loftárásir í Írak síðan stríðið hófst
Ég minni aftur á fundina tvo á morgun. Þjóðarhreyfingin fyrir borgarafundi kl. 13 í Háskólabíói og Friður fyrir útifundi kl. 15:00 á Ingólfstorgi. Herstöðvarandstæðingar bjóða til morgunkaffis í Friðarhúsinu kl. 11:00.
Tónverk dagsins er píanókonsert í D moll K.466 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Þeir sem hafa séð kvikmyndina Amadeus kunna að muna eftir píanókonsertinum úr lokaatriði myndarinnar.
Í dag eru þrjú ár liðin frá dauða Rachel Corrie. Corrie var ötul baráttukona friðar og þegar hún reyndi að koma í veg fyrir að jarðýta legði palestínskt hús í rúst keyrði jarðýtan hana niður. Enn hefur enginn verið sóttur til saka fyrir ábyrgð á dauða hennar.
Ég var sleginn af þeirri fregn að Jóna Hansen hefði látist um daginn. Ég var nemandi hennar í dönsku í Hagaskóla og tókst góð vinátta með okkur. Mér hefur ávallt þótt vænt um Jónu. Hún var yndisleg manneskja og ég á góðar minningar um hana.
Blessuð sé minning þeirra beggja.
Ég óska hins vegar landsmönnum til hamingju með brottför herþotanna, og vona að þetta geti orðið til þess að herinn hypji sig alfarið. Ég myndi altént gráta hann þurrum tárum.
Sweet neocon og innrásarafmælið. Nokkur orð um fyrirlestur Rubin og tvo fundi á laugardag vegna þriggja ára afmælis innrásarinnar í Írak
Ég fór fyrir nokkrum dögum á fyrirlestur Michael Rubin um stefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Reyndi hann þar að sannfæra hlustendur um ágæti utanríkisstefnu Bandaríkjanna og mikilvægi árásarstríðanna til að “efla lýðræði”. Ég get ekki sagt að áróður hans hafi virkað sérlega sannfærandi á mig. Maður tók einnig eftir ýmsu sem annað hvort kom ekki heim og saman við raunveruleikann eða stangaðist á við frásagnir annra, eða því sem hann sleppti að tala um, t.d. pyntingar. Hann talaði í tuttugu mínútur og svo var opið fyrir spurningum í tuttugu mínútur. Sætti hann mestmegnis harðri gagnrýni og þegar blaðið talar um að hann hafi “svarað fullum hálsi”, má það að sumu leiti teljast rétt, en það er spurning hvað maður kallar að svara, ef hann tjáir sig án þess að svara spurningunni sem er lagt fyrir hann, sem gerðist margoft.
Kæra hefur verið lögð fram á hendur Michael Rubin vegna þáttar hans í stefnumótun innrásarinnar í Írak og rökstudds gruns um að hann hafi tekið þátt í að “hagræða” þeim upplýsingum sem notaðar voru til að réttlæta innrásina. Hann var meðal þeirra sem hvatti til árásarinnar og hefur ekki dregið úr þeim áróðri, sem glögglega sást á fyrirlestrinum. Bróðir minn bloggar svo fremur um sína upplifun af fundinum og ákæruna. Ég var sjálfur með honum á fundinum og get ekki annað en tekið undir þá gagnrýni sem hann leggur fram. Hef því ekki meira við þetta að bæta per se, fljúgi mér eitthvað fleira í hug, sem mér eða honum sást yfir, getur vel verið að ég láti það fljóta á blogginu. Hripaði einhverja punkta, auk þess sem Vésteinn tók fyrirlestrana upp, en það var vesen að ætla sér bæði að skrifa og fylgjast með, svo það varð meira af því seinna. Þegar maður heyrir einhvern fara með rangt mál eða hagræða sannleikanum getur það verið óþægilegt, einnig vegna þess að svo er mögulea sannleikur þar á milli, þ.e. maður heyrir einhvern segja ósatt eða hliðra sannleika en veit ekki var það endar og getur, þar til maður grefst fyrir um öll einstaka atriði (sem er meira en að segja það) ekki annað gert heldur en að taka öllu með fyrirvara. Slíkt er annars góð regla, gagnrýnin hugsun, það er að segja. Hér er annars brot úr tilkynningu sem birtist á heimasíðu Þjóðarhreyfingarinnar og ég birti orðrétt: "!!!! INNRÁSIN Í ÍRAK - EKKI Í OKKAR NAFNI !!!! Þ J Ó Ð A R H R E Y F I N G I N - með lýðræði - boðar til almenns borgarafundar í Háskólabíói laugardaginn 18. mars kl 13 - og F R I Ð U R boðar til útifundar á Ingólfstorgi kl. 15 - en þá verða 3 ár liðin frá stuðningi Íslands við innrás BNA og ,,hinna viljugu og staðföstu" í Írak: 2 STUTTMYNDIR Á FUNDINUM Í HÁSKÓLABÍÓI - FJALLA UM STRÍÐIÐ Í ÍRAK OG ÞÁTTTÖKU ÍSLENDINGA ,,Margt breyst á þremur árum Hinn 18. mars verða sýndar í Háskólabíói heimildarmyndirnar ,,Ég er arabi" og ,,1001 nótt", sem fjalla báðar um stríðið í Írak og þátttöku Íslendinga í því. Ég er arabi var sýnd fyrir þremur árum í Háskólabíói á kvikmyndahátíðinni Shorts and Docks en 1001 nótt er sjálfstætt framhald hennar, sem þeir Ari Alexander kvikmyndagerðarmaður og Sigurður Guðmundsson myndlistamaður eru að leggja lokahönd á þessa dagana."
Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta.
Fyrr í vikunni rann upp fyrir mér að ég átti að skila e-ð 1500 orða ritgerð í þessari viku, nánar tiltekið fyrir miðnætti í kvöld, en ekki í næstu viku, eins og ég hafði haldið. Þetta kennir fjárakornið að vera skipulagðari. Ritgerð þessi er í ensk-írskum bókmenntum og gildir 40% gegnt 60% lokaprófi í vor. Ritgerðin er annars vel á veg komin, raunar orðin aðeins lengri en 1500 orð. Líst ágætlega á hana, þó ég segi sjálfur frá, þó enn eigi ég eftir að skjóta ýmsu að og snurfusa. Reynsla mín er sú að það er síður erfitt að ná að skrifa nógu langt heldur en að hemja sig þegar maður er kominn af stað, hafi maður yfirleitt einhverja hugmynd um hvað maður ætlar að skrifa um. Þessi ritgerð fjallar um markmið James Joyce að frelsa lesendur sína og landsmenn frá þeirri andlegu og samfélagslegu lömun (papalysis) sem hann skynjaði meðal þeirra og þátt Dubliners í að lýsa, og skapa þjóðlegt og persónulegt sjálf. James Joyce þykir mér afbragðs höfundur, altént hvað þetta verk varðar. Hitt skal ég játa að ég hef hvorki skilið upp né niður í Finnegan's Wake, það sem ég hef litið á hana. Hún er eiginlega skrifuð á Volapyk. Aðrar bækur hef ég ekki lesið eftir hann,utan stöku kafla úr Ulysses og Portrait of the Artist As A Young Man. Leist vel á það og gæti vel hugsað mér að lesa þær bækur. Ég fékk e-ð fimm-sex bækur á bókasafninu sem fjölluðu á einn eða annan hátt um Joyce og hef getað stuðst að einhverju leiti við þær flestar. Ein þeirra er stærðar doðrantur, ævisaga Joyce, og spannar rúmlega 650 síður. Hún virkar áhugaverð og ég hugsa að ég lesi hana við tækifæri.
Er að fara í óperuna, að sjá Öskubusku. Bis später.
Tónlistin er andaktuga unga manninum hugleikin sem endranær. Undanfarna daga hefur hann hlýtt á hina ágætu plötu Depeche Mode, Music For The Masses, hverja hans góði vinur Doddi skrifaði fyrir hann. Lag dagsins er af þeirri plötu og nefnist Never Let Me Down Again.
Ýmislegt fleira að blogga um, en óvíst hvenær af því verður. Ég þarf að vinna hörðum höndum að ritgerð í ensk-írskum bókmenntum sem ég verð að skila af mér á föstudaginn. Verð svo í Lækjartúni alla helgina, og aðstoða Arnar við að passa börnin , skyldi hann vera kallaður út.
Síðast en ekki síst syngur Háskólakórinn í Norræna húsinu á morgun kl. 12:30. Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 300 fyrir Háskólanema en 500 fyrir aðra.
Lag dagsins: Rhythm Of Love með The Scorpions. The Scorpions ist doch eine ausgezeigne Gruppe.
Einar fór í bíó, pars tertius: Good Night, Good LuckÉg sá í gær kvikmyndina Good Night, Good Luck, eftir George Clooney. Hún var alls tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna. Hún fjallar um baráttu fréttamannsins Edward R. Murrow og félaga hans á CBS við McCarthy og nornaveiðar hans. Þetta er vönduð mynd og hefur einvalalið leikara. Gott handrit, góð leikstjórn, góð cinematógrófía. Mér fannst David Stratharin magnaður sem Murrow og einnig Clooney sem félagi hans. Robert Downey Jr. er alltaf góður. Myndin er, tekin upp í svart hvítu og notast einnig við fréttamyndir frá þessum tíma, djasssöngurinn hjálpar svo enn fremur við að skapa 50’s andrúmsloft. Sem hún rifjar upp atburði McCarthy tímabilsins af nákvæmni er hún ekki síður gagnrýni á ástandið í dag, áminning til nútímans og framtíðar, öflugt ákall til samfélagsins að standa vörð um mannréttindi og upplýsingu og að færa sönnur fyrir ásökunum. Ræða Murrow ásamt yfirlýsingum hans og fréttaskýringum eru sérlega áhrifaríkar.
Slysaskot í Palestínu
Lítil stúlka. Lítil stúlka. Lítil svarteyg dökkhærð stúlka liggur skotin. Dimmrautt blóð í hrokknu hári. Höfuðkúpan brotin.
Ég er Breti, dagsins djarfi dáti, suður í Palestínu, en er kvöldar klökkur, einn, kútur lítill, mömmu sveinn.
Mín synd er stór. Ó, systir mín. Svarið get ég, feilskot var það. Eins og hnífur hjartað skar það, hjarta mitt, ó, systir mín, fyrirgefðu, fyrirgefðu, anginn litli, anginn minn.
Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.
Kristján frá Djúpalæk
Enn er yðar einlægur að undirbúa sig fyrir próf. Það er hins vegar bót í máli að það er ekki fyrr en klukkan fjégur á morgun. Hugsa þó að ég fari að ganga til náða, og ætla mér sjö tíma svefn. Eins og ég komst einhvern tíma spaklega að orði, þegar ég var eilítið hræddur við að sofna, sökum þess að ég hafði lesið mikið, var með höfuðið fullt og óttaðist að vera búinn að gleyma því er ég vaknaði: "Það næstversta sem maður getur gert fyrir próf, þegart maður hefur lesið mikið fyrir það, er að sofa á því. Þða versta sem maður getur gert er að sofa ekki á því."
Í dag fékk ég góðan grip sendan í pósti, meistaraverkið The Passion of Joan of Arc eftir Carl Th. Dreyer, frá 1928, sem ég pantaði af Amazon. Þetta gladdi mitt gamla próflesturslúna hjarta. Þessi mynd er hreinasta listaverk og hornsteinn í kvikmyndasögunni.
Pantaði mér raunar ýmsa aðra góða gripi af Amazon, hverja ég mun fjalla um þegar þeir hafa borist mér.
|
|