föstudagur, mars 31, 2006

Hvatt til morðs á Avnery!Fyrir nokkrum dögum gerðist það að Baruch Marzel, formaður þjóðernishægriflokksins „Jewish National Front“ hvatti til þess að Ísraelsher dræpi Uri Avnery, stofnanda ísraelsku friðarsamtakanna Gush Shalom, hvers greinar ég hef oft vísað í og þýtt nokkrar. Avnery er einn eftirlætis dálkahöfundur minn. Sem eðlilegt er varð mér vægast sagt illilega brugðið við þessa frétt.
Þessi yfirlýsing Marzel, sem birtist í Ísraelska dagblaðinu Ha’aretz, kom í kjölfar þriðju nýjustu greinar Avnery,
A Disgusting Enterprise, þar sem Avnery lýsir viðbjóði sínum á árás Ísraeelshers á fangelsið í Jeríkó að fyrirskipan Olmerts, svo Olmert gæti krækt sér í fleiri atkvæði, og hvernig það stefndi ísraelskum og palestínskum lífum í hættu. 3 létust í innrásinni.

Vitnað hafði verið til Avnery í útvarpinu og ummæla hans í greininni, þegar hann kallar morðið á fyrrum forsætisráðherra Ísraels, Rehav’am Ze’evi „útmiðað víg“, og segir að það sé mjög líkt því hvernig palestínskir stórnmálaleiðtogar eru drepnir af Ísraelsher. Eins og fram kemur á heimasíðu Gush Shalom var ekki vitnað í næstu orð hans, þar sem hann segir að hann sé andvígur öllum morðum, „okkar“ eða „þeirra“.

Af Marzel þessum er að segja að hann var áður í flokki Meir Kahane en sá flokkur var á sínum tíma bannaður vegna rasíksrar stefnu sinnar. Marzel hefur heitið að halda áfram stefnu Kahane og notar auk þess mynd af Kahane í kosningaherferð flokksins.
Fyrir þá sem vilja lesa meira um þetta mál bendi ég á heimasíðu Gush Shalom og Heimasíðu Ha'aretz

Það besta sem ég sá í stöðunni hafandi lesið fréttina og fyllst viðbjóði á þessu athæfi var að senda félögum í Íslandi-Palestínu e-mail, og hvetja til þess að félagið fordæmi þessa morðhvatningu, sem er skýrt brot á ísraelskum lögum og krefjast þess að ísraelsk sendirráð og yfirvöld taki á þessu máli og fordæmi það. Að Marzel verði dreginn fyrir rétt og honum og flokki hans verði bannað að bjóða sig fram í kosningum í Ísrael, af áðurnefndum ástæðum. Flokkur hans náði raunar ekki neinu sæti í nýafstöðnum kosningum. Ég hvet lesendur sem láta sig þetta einhverju varða að fara að dæmi hinna ýmsu einstaklinga og friðarhreyfinga og senda bréf til yfirvalda eða sendiráða.
Þið gætuð þá sent á þessar adressur:

Acting Prime Minister Ehud Olmert
eulmert@knesset.gov.il phone 02-6753286/6753740

Office of the Prime Minister
3 Kaplan Street, P O Box 187
Jerusalem 91919, Israel
Phone: +972-2-6753333
Fax: +972 2 6521599
spokesman: Assaf Sharif - 02-5669245 (fax)
E-mail: pm_eng@pmo.gov.il
PM_ENG1@it.pmo.gov.il, pm_heb@pmo.gov.il /


Minister of Justice Tzippi Livni (also Foreign Minister)
Ministry of Justice
29 Salah al-Din Street
Jerusalem 91010, Israel
Phone: +972-2-6708511
Fax: +972 2 6285438/6288618
spokesman:Shai Ben-Maor 02-6285438 (fax)
E-mail: sar@justice.gov.il (may bounce), mancal@justice.gov.il, pniot@justice.gov.il

og þar sem þetta tengist Jeríkó væri ekki úr vegi að senda bréf til:


UK Foreign Minister Jack Straw - jack.straw@fco.gov.uk
E-mail sendiráðanna eru:
http://www.embassyworld.com/embassy/israel1.html + more on:
http://www.embassyworld.com/embassy/israel2.html

Meistari Avnery skrifar nýja grein um kosningarnar sem nefnist What the Hell has happened?. Ég hvet ég lesendur til að lesa báðar greinar.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.