fimmtudagur, mars 02, 2006

Enn er yðar einlægur að undirbúa sig fyrir próf. Það er hins vegar bót í máli að það er ekki fyrr en klukkan fjégur á morgun. Hugsa þó að ég fari að ganga til náða, og ætla mér sjö tíma svefn. Eins og ég komst einhvern tíma spaklega að orði, þegar ég var eilítið hræddur við að sofna, sökum þess að ég hafði lesið mikið, var með höfuðið fullt og óttaðist að vera búinn að gleyma því er ég vaknaði: "Það næstversta sem maður getur gert fyrir próf, þegart maður hefur lesið mikið fyrir það, er að sofa á því. Þða versta sem maður getur gert er að sofa ekki á því."

Í dag fékk ég góðan grip sendan í pósti, meistaraverkið The Passion of Joan of Arc eftir Carl Th. Dreyer, frá 1928, sem ég pantaði af Amazon. Þetta gladdi mitt gamla próflesturslúna hjarta. Þessi mynd er hreinasta listaverk og hornsteinn í kvikmyndasögunni.

Pantaði mér raunar ýmsa aðra góða gripi af Amazon, hverja ég mun fjalla um þegar þeir hafa borist mér.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.