mánudagur, mars 06, 2006

Einar fór í bíó, pars tertius:
Good Night, Good Luck



Ég sá í gær kvikmyndina Good Night, Good Luck, eftir George Clooney. Hún var alls tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna. Hún fjallar um baráttu fréttamannsins Edward R. Murrow og félaga hans á CBS við McCarthy og nornaveiðar hans. Þetta er vönduð mynd og hefur einvalalið leikara. Gott handrit, góð leikstjórn, góð cinematógrófía. Mér fannst David Stratharin magnaður sem Murrow og einnig Clooney sem félagi hans. Robert Downey Jr. er alltaf góður. Myndin er, tekin upp í svart hvítu og notast einnig við fréttamyndir frá þessum tíma, djasssöngurinn hjálpar svo enn fremur við að skapa 50’s andrúmsloft. Sem hún rifjar upp atburði McCarthy tímabilsins af nákvæmni er hún ekki síður gagnrýni á ástandið í dag, áminning til nútímans og framtíðar, öflugt ákall til samfélagsins að standa vörð um mannréttindi og upplýsingu og að færa sönnur fyrir ásökunum. Ræða Murrow ásamt yfirlýsingum hans og fréttaskýringum eru sérlega áhrifaríkar.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.