Gleðilegan heilags Patreks-dag!
Ég hyggst ég halda upp á daginn með því að drekka hestaskál af einhverjum góðum bjór (helst auðvitað írskum), lesa James Joyce og mögulega W.B. Yeats í ensk-írskum bókmenntum, kyrja og/eða hlusta á írska tónlist, halda á jörfagleði með kórfélögum hjá Ernu og mögulega líta eftir partýið á öldurhúsið Celtic Cross, hvar má ætla að skálaglamm verði allnokkurt.
Á meðan stríði er mótmælt um allan heim, nú þegar þrjú ár verða liðin frá innrásinni í Írak minnist Bandaríska herliðið þess einnig á sinn hátt, en í gær hóf það mestu loftárásir í Írak síðan stríðið hófst
Ég minni aftur á fundina tvo á morgun. Þjóðarhreyfingin fyrir borgarafundi kl. 13 í Háskólabíói og Friður fyrir útifundi kl. 15:00 á Ingólfstorgi. Herstöðvarandstæðingar bjóða til morgunkaffis í Friðarhúsinu kl. 11:00.
Tónverk dagsins er píanókonsert í D moll K.466 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Þeir sem hafa séð kvikmyndina Amadeus kunna að muna eftir píanókonsertinum úr lokaatriði myndarinnar.
föstudagur, mars 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli