fimmtudagur, mars 16, 2006

Í dag eru þrjú ár liðin frá dauða Rachel Corrie. Corrie var ötul baráttukona friðar og þegar hún reyndi að koma í veg fyrir að jarðýta legði palestínskt hús í rúst keyrði jarðýtan hana niður. Enn hefur enginn verið sóttur til saka fyrir ábyrgð á dauða hennar.

Ég var sleginn af þeirri fregn að Jóna Hansen hefði látist um daginn. Ég var nemandi hennar í dönsku í Hagaskóla og tókst góð vinátta með okkur. Mér hefur ávallt þótt vænt um Jónu. Hún var yndisleg manneskja og ég á góðar minningar um hana.

Blessuð sé minning þeirra beggja.

Ég óska hins vegar landsmönnum til hamingju með brottför herþotanna, og vona að þetta geti orðið til þess að herinn hypji sig alfarið. Ég myndi altént gráta hann þurrum tárum.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.