Tónlistin er andaktuga unga manninum hugleikin sem endranær. Undanfarna daga hefur hann hlýtt á hina ágætu plötu Depeche Mode, Music For The Masses, hverja hans góði vinur Doddi skrifaði fyrir hann. Lag dagsins er af þeirri plötu og nefnist Never Let Me Down Again.
Ýmislegt fleira að blogga um, en óvíst hvenær af því verður. Ég þarf að vinna hörðum höndum að ritgerð í ensk-írskum bókmenntum sem ég verð að skila af mér á föstudaginn. Verð svo í Lækjartúni alla helgina, og aðstoða Arnar við að passa börnin , skyldi hann vera kallaður út.
Síðast en ekki síst syngur Háskólakórinn í Norræna húsinu á morgun kl. 12:30. Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 300 fyrir Háskólanema en 500 fyrir aðra.
miðvikudagur, mars 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli