miðvikudagur, ágúst 18, 2010

Og hvað með það?

Tveir ísraelskir hermenn særðust

Ekki það að ég ætli að vera kaldrifjaður, mér þykir ekkert gaman að vita af því að hermaður, sem ekki er ólíklegt að sé heilaþveginn af áróðri og vafalítið gegnandi herskyldu á unglingsaldri, særist og eða drepist, fremur en fólk yfirleitt. Aftur á móti eru hermenn lögmæt skotmörk í stríði og undir hernámi, og Palestínumenn hafa samkvæmt alþjóðalögum rétt til andspyrnu gegn hernámsliðinu.
Árásir á borgara eru ólögmætar, en ef Palestínumenn mega ekki veita grimmúðlegu hernámi andspyrnu með árás á hermenn án þess að það þyki efni í sérstaka frétt, á sama tíma og Palestínumenn eru kúgaðir, særðir og drepnir á degi hverjum af hernámsliðinu án þess að það þyki fréttnæmt, nú, hvern fjandann mega þeir þá?

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.