miðvikudagur, ágúst 18, 2010

WACKEEEEEEEEEEN 2010...



...var æðisleg hátíð. Mikið andskoti djöfulli var þetta nú gaman. Ég fór til þessarar Mekku metalsins, á stærstu þungarokkshátíð í heimi á miðvikudegi með fríðu föruneyti í 70 manna rútu sem í voru Íslendingar, Danir og Færeyingar, og héldum við heim á sunnudeginum. Þegar á Wacken var komið slógum við upp partýtjaldi sem við hengum gjarnan í á milli þess sem við flökkuðum um svæðið, og buðum við gestum og gangandi gjarnan þangað. Ég hitti fullt af frábæru fólki, íslendinga og útlendinga, jafnt því að hitta gamla kunningja, enda er eitt af því fallega við Wacken að þangað koma metalhausar hvarvetna að úr heiminum, 85.000 manns í ár. Mikill "siblings of metal"-fílingur.
Wacken er svona 75% stemningin og andrúmsloftið og böndin eru auka bónus. :)

Það er satt að segja erfitt að lýsa í fáum orðum dásemdum Wacken fyrir þá sem ekki hafa þangað farið, en ég er þó ekki frá því að myndbandið hér að ofan sé ágætis óður. Að því sögðu verður maður auðvitað að fara til Wacken til að upplifa hátíðina fyrir alvöru.

Ekki það, böndin sem ég sá á Wacken í ár voru sérlega góð. Mér reiknast að ég hafi séð 17 sveitir, þó ég hafi ekki alltaf náð að sjá allt settið, maður þurfti stundum að flakka dálítið á milli, ef maður vildi sjá þær sveitir sem manni virtist bragð að. Ég "crowdsurf-aði" iðulega á tónleikum, í bland við hopp, hornaveif, slamm og skekjur; crowdsurfaði a.m.k. 3svar á Orphaned Land, fór í lengsta crowdsurf ævi minnar á Alice Cooper og var borin frá jaðri þvögunnar 3/4 af þvögunni allri í átt að sviðinu. Í crowdsurfinu á Iron Maiden endaði ég hins vegar með að detta á rassinn. Kenndi Dönum að stíga vikivaka á tónleikunum með Tý os.frv.
Mataræðið mitt hefði þó mátt vera betra þarna, maður reyndi að skella í sig nógu vatni til að forðast vökvatap en ég drakk dágóðan slatta af bjór á hátíðinni og gaf mér sjaldnast meiri tíma í mat en sveittan skyndibita, aðeins endrum og eins sem ég keypti appelsínu, melónu eða safa. Melting var því ekki alltaf upp á marga fiska, hvað þá grænmeti og ávexti.

Ég orti líka vísu um Wacken um daginn:

Gaman er að hrista haus
hárinu að slamma
Veifa "hornum" hömlulaus
og hérna' a Wacken djamma.

Þess má svo til gamans geta að ég reyndist síðasti maðurinn á fótum að morgni sunnudags, en við vorum nokkrir sem nenntum ekki að sofa. Skildist eftir á að Viktor og Dýri hefðu verið að keppa, en þeir sofnuðu s.s. í rútunni á undan mér og urðu ergo í öðru og þriðja sæti.

Hér eru hljómsveitirnar/tónlistarmennirnir sem ég sá, og eru þetta upptökur frá Wacken 2010. Þið afsakið ef hljóðgæðin eru ekki alltaf góð, en ég vona að þetta gefi einhvern smá nasaþef af stemningunni:

Orphaned Land: Ocean Land


Amorphis: Black Winter Day


Iron Maiden: Blood Brothers. Þetta kvöld tileinkuðu þeir lagið minningu Ronnie James Dio. Vöknaði satt að segja um augu þegar þeir tóku þetta. Lofuð sé minning Dio.


Kampfar: Inferno


Týr: By The Sword in My Hand


Tarja Turunen: Sleeping Sun


Candlemass: Ashes to Ashes


Anvil: Metal on Metal


Wistaria: Lost Cause (fulltrúar Íslands í Metal Battle í ár):


Alice Cooper: Eighteen


Arch Enemy: We Will Rise


Apocalyptica: Master of Puppets


Slayer: Raining Blood


Corvus Corax (svaka óperusýning, ekkert smá flott, eða eins og gaurinn sem setti myndbandið á youtube sagði: "Because no matter how epic something is, you can aways add flamethrowers"):


Caliban: I will Never Let You Down


Immortal - Beyond the North Waves


Missing in Action - The Cost of Sacrifice (fulltrúar Ísraels í Metal Battle. Þeir voru góðir á hátíðinni, en ég fann ekkert myndband með þeim þaðan, svo hér er lag af fyrstu plötunni þeirra):


Soulfly: Roots Bloody Roots


Sá reyndar líka Hells Belles en pósta engu með þeim því þær voru eina bandið sem ég sá sem mér fannst sökka. Og það feitt. Að öðru leiti var þetta saugeil.
Ég þakka öllum Wacken-förum fyrir frábæra hátíð. Blind Guardian, Apocalyptica, Avantasia og Suicidal Tendencies hafa staðfest sig á Wacken 2011 og ég ætla pottþétt á hátíðina þá. Ég tel niður dagana í næstu hátíð og þegar þetta er skrifað eru aðeins 350 dagar eftir.

...

Að hátíðinni lokinni sá ég Serj Tankian á tónleikum á Vega í Kaupmannahaöfn. Ég þekkti hann af góðu með System of a Down en hafði ekkert hlustað á sólóefnið hans. Ákvað að láta á tónleikana reyna og þeir reyndust stórfínir. Hér tekur Serj lagið Armenian (It's a Genocide) á tónleikunum:

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.