miðvikudagur, ágúst 18, 2010

Fjarskiptavesen

Síminn minn varð fyrir hnjaski og óvíst hvort honum sé viðbjargandi, þó maður láti auðvitað á það reyna. Fer með símann í viðgerð á morgun og takist ekki að laga símann þá neyðist ég víst til að kaupa mér nýjan.

Einhver gárungurinn komst í fésbókarsíðuna mína og lék þar lausum hala. Ég tilkynnti fésbók um það og var síðunni þá lokað. Ég breyti lykilorðinu og eftir það gekk allt eins og í sögu. Núna um daginn var síðunni hins vegar lokað aftur (account suspended), þrátt fyrir að það væri í raun búið að leysa vandamálið. Ég sendi fésbók tilkynningu þess efnis og bað umsjónarfólkið að opna síðuna mína aftur en hef ekkert svar fengið ennþá.


Bögg.

Langi einhvern að stofna grúppu/likesíðu til að hvetja fésbókarteimið fremur til að opna fésbókarsíðuna mína þætti mér vænt um það.

Í millitíðinni er hægt að ná í mig í gegn um netfangið mitt; einarsteinn@hotmail.com
Auk þess er ég mikil miðbæjarrotta og er búsettur í Þingholtunum, svo það ættu að vera hæg heimatökin að rekast á mig á förnum vegi í miðbænum. :)

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.