Em ek veikr heima með hálsbólgu og hita. Þó á batavegi, held ég. Skárri í dag en í gær allav.
Tímarit Félagsins Ísland-Palestína er komið út. Ansi hreint veglegt, finnst mér.
Að öðru ótengdu, get ég ekki orða bundist hversu snotrar mér þykja auglýsingarnar frá Hamborgarabúllunni, en þar, ásamt Vitabar hef ég snætt ljúffengustu hamborgara sem ég hef fengið í bænum. Ekkert óþarfa málskrúð eða lýðskrum. Týpísk auglýsing hljómar svona: ”Hamborgarabúlla Tómasar. Hamborgari hamborgari. Hamborgarabúlla Tómasar.” Þetta er nánast eins og lítið ljóð, svo stílhreint í einfaldleika sínum. Mínímalískt. Fallegt. Klassískt. Segir einfaldlega allt sem segja þarf.
fimmtudagur, júní 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli