föstudagur, júní 08, 2007

Af bernskubrekum brjótsmylkings í blautu barnsbeini

Sjö ár eru liðinn og ég var rétt farinn að ganga. Er ég að verða svona gamall í hettunni? Eða er það bara mín gamla sál sem er hrum fyrir aldur fram?

Alltént bar það til tíðinda um daginn að ég rakst á gamalt ljóð eftir sjálfan mig á internetinu sem ég var búinn að steingleyma. Ég rak upp sívaliturnsaugu líkt og hundurinn í Eldfærunum þegar ég las ljóðið. Hvur þremillinn* var nú þetta? Svo fór þetta hægt og hægt að rifjast upp fyrir mér.

Þetta ofursúra ljóð hafði ég ort í eu semi-flippi í Hagaskóla í faginu "Reykjavík 2000" (já hlæið bara, helvítin ykkar!).
Ég veit ekki alveg á hverju ég var, ég tók svona hitt og þetta úr umhverfinu, meðal annars geisladiskinn/tölvuleikinn Ed Hunter með Iron Maiden og sauð þennan sýruvaðal úr því. Voða “ungskáldalegt” e-ð. Ég held að það sé óhætt að segja að skáldskap mínum hafi farið aðeins fram síðan þarna.
Sem betur fer.
Ljóðið getið þið lesið hér.

Hlæið bara. Sama er mér.


*sem minnti mig svo aftur á Þremil þyrniber úr Smjattpöttunum. Hvar er hann núna? Ó hvar?

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.