föstudagur, júní 01, 2007

But I'm just a soul who's intentions are good, Oh Lord, please don't let me be misunderstood

Þó á We´re Only In It For The Money með Frank Zappa & The Mothers kannski alveg jafn vel við.Ég gerðist símasöludama í fyrradag. Eða svona næstum því. Ég starfa hjá Securitas við að redda heimsóknum fyrir öryggisfulltrúa, þar sem þeir fara yfir öryggismál heimilisins með húsráðanda og kynna ýmsar lausnir sem Securitas er með í boði. Engar kvaðir fylgja heimsókninni, hún er frí, en ég græði auðvitað meira á því að heimsóknin leiði til sölu, rétt eins og öryggisfulltrúarnir og fyrirtækið.
Ég fékk óneitanlega snert af Dilbert-fíling þegar ég kom inn. “Welcome to Cubicle Paradise”. Þetta er samt ekki beinlínis afgirt eins og kassi, ekki veggir, sumsé. Þetta er kannski líkara Chandler. Maður heyrir ágætlega í kollegum og pikkar kannski upp kjú þaðan.
Róm var ekki byggð á einni nóttu og fyrsta kvöldið tókst mér að bóka eina sölu, hins vegar kom sér vel að það ég bókaði í fyrstu hringingunni. Næsta dag voru þær þrjár, þó verður að geta þess að þorrinn var ekki við. Ef litið er á björtu hliðarnar jók ég umsvif mín um 200%, sem getur varla talist amalegt. Gaurinn sem réð mig var líka ánægður, að sögn.
Ég hef svo störf á Kleppi á mánudag. Gangi mér vel í báðum vinnum ætti ég að geta skrapað saman dálitlum aur.
Ég kvaddi reykingarnar með kurt og pí í gær á Stúdentakjallaranum og ölkorfaðist eilítið af því tilefni. Skemmtilegt kvöld og góður ljóðalestur, þar sá ég Ingólf,,, Steinar Braga, Arngrím, Kristínu Svövu og stúlka sem ég man ekki hvað heitir, en ku varaþingmaður Vinstri-Grænna. Kannski var hápunkturinn þegar hún fór með tregafullt á starljóð til Agga, sem hún hafði ort á unglingsárum, ef ég man rétt.

Út er komin ljóðabókin Á mörkum eftir föður minn, skáldið og lækninn Valgarð Egilsson, hjá JPV útgáfu. Ég mæli með þeirri góðu bók. Þið getið lesið nánar um hana hér.


"Sjálfstæð markmiðssetning"? Hoo boy...

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.