föstudagur, júní 22, 2007

Þreyttur eftir vaktina í dag. Ég vann á fimmtudag vakt sem ég var víst ekki skráður á. Er ergo skráður á vaktir um helgina: morgunvakt á morgun til fjögurleitis og á sunnudag er ég á kvöldvakt frá hálf fjögur til hálf tólf. Ég samdi hins vegar um að fá þá frí á mánudag og þriðjudag í komandi viku. Vinn svo miðvikudag til föstudag, ekki enn ráðið hvort það verða morgunvaktir og/eða kvöldvaktir.
Vinnan gengur annars fínt, held ég bara.
Hins vegar er ekki ólíklegt að ég taki vaktir hjá símaverinu á mánudag og þriðjudag. Lágmark er að taka eina vakt þar í viku, upp í fjórar. Vinnan er frá sex um kvöld til tíu.

Ég kláraði The Kite Runner eftir Khaled Hosseini í gær. Ég var mjög hrifinn af henni og fær hún hrein og klár meðmæli frá andaktunginum. Er líka spenntur fyrir nýju bókinni hans, A Thousand Splendid Suns.

Ég fagna því að Hjálmar séu komnir aftur saman. Hyggst skella mér á tónleikana með þeim, Megasi og KK á morgun. Hjálmar eru líka langbestir á tónleikum, sérstaklega í fjölmennu og þröngu rými, helst reykmettuðu. þó því síðasta verði varla að heilsa úr þessu. T.d. hafa þeir verið í essinu sínu í Stúdentakjallaranum og eins á Nasa.

Lag dagsins: Take The Long Way Home með Supertramp. Eitt af eftirlætislögum mínum eð þeirri ágætu sveit. Myndbandið hefur lítið með lagið að gera, sýnist mér. E-ð samanklipp úr Princess Monoke. Þar hafið þið það.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.