fimmtudagur, apríl 21, 2005

MR-kórinn hélt vortónleika í Neskirkju í fyrradag. Þeir voru, þó ég segi sjálfur frá, afar vel heppnaðir.
Reyndar sveif maður alveg í sigurvímu eftir þá. Ég er afar hamingjusamur vegna frammistöðu kórsins auk þess sem við fengum frábærar viðtökur. Það er líka æðislega skemmtilegt að syngja þetta, enda gott prógram. Meðal þess sem bar hæst var Rejoice in the Lamb eftir Benjamin Britten sem er eflaust Magnum opus kórsins, alltént síðan ég byrjaði. Einnig sungum við Bohemian Rhapsody en það lag hefur ávallt átt sérstakan stað í hjarta mér. Ættjarðarlög og stúdentasöngvar 5 slóvanskar þjóðvísur eftir Bartók, Mozart, Irish Blessing e. Bob Chilcott, Maístjarnan, Vísur Vatnsenda-Rósu o.s.frv.
Á laugardaginn verður svo skálaglamm. Gaman að því.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.