sunnudagur, apríl 03, 2005

Jórunn og Arnar héldu heim til Svíþjóðar í morgun, en þau voru búin að vera á landinu í tíu daga. Það voru miklir fagnaðarfundir og búið að vera gaman með þeim og krökkunum. Þarf að reyna að heimsækja þau í sumar.
Mamma og pabbi eru svo farin í tveggja vikna ferð til Perú. Ekki laust við að maður öfundi þau, en þau áttu aldeilis skilið að veita sér þetta og ég vona og er þess fullviss að þau skemmt sér vel. Er þau koma heim fæ ég eflaust bol með þessari áletrun: MY PARENTS WENT TO PERU AND ALL I GOT WAS THIS LOUSY T-SHIRT

Sit nú yfir enskri etýmólógíu, sötra kaffi og hlusta á Nornagests rímu í flutningi Týs, leynitrakk á How Faar To Aasgard. Það er all sérstæð blanda.
Er að reyna að verða mér út um textann við Nornagests rímu, en þegar ég hef hann skal ég glaður skella honum á síðuna fyrir áhugasama.

Þá er kannski ekki úr vegi að láta þessa skemmtilegu stafsetningarvísu fljóta með, hvers höfund ég man ekki:

Blessaður, sagði Bangsímon
og bauð mér kaffi
aldrei að skrifa ufsilon
á eftir vaffi

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.