þriðjudagur, apríl 26, 2005

Jón: „Grettir, ég er ekki að segja að þú sér feitur... en Herman Melville langar til að skrifa um þig bók.

Ég var í prófi í Amerískum bókmenntum í dag. Ég held að sé óhætt að segja að ég hafi massað það með meiru. Ég er annars mjög ánægður með prófið sjálft. Skrifaði ritgerð upp á 8 ½ síðu um Henry David Thoreau og Resistance to Civil Government og Frederik Douglass og My Bondage and My Freedom, og hvað var líkt og ólíkt með þeim, uppfullur af andargift, enda hef ég haft þetta efni kraumandi í heila mínum síðustu daga og náði að skrifa gagnlega punkta áður en ég lagði til atlögu við hitt. Restin var að bera kennsl á verk og höfunda og svaraði ég því á mettíma auk spurninga með stuttum svörum og gekk það vel líka.
Sumsé: Wie heiß ich? Wer ist dein Vater? Ausgezeignet und Saugeil.
Þetta námskeið er búið að vera feikna skemmtilegt og fróðlegt og kann ég Guðrúnu B. bestu þakkir fyrir góða kennslu. Úrval góðra höfunda og verka og margir sem mig langar til að lesa meira eftir, þ.á.m. Washington Irving, Nathaniel Hawthorne, Walt Whitman, Stephen Crane, Hermann Melville, Bret Harte, Frederic Douglass, Henry David Thoreu, Edgar Allan Poe, Sarah Orne Jewett, Rebecca Harding Davis, Kate Chopin og Emily Dickinson.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.