laugardagur, apríl 16, 2005

Lagafrumvarp um hlerun fjarskiptabúnaðar.

Nú liggur fyrir frumvarp sem á að skylda öll fjarskiptafyrirtæki til að hafa búnað til að hlera símtöl. Samkvæmt því ber fjarskiptafyrirtækjum að tryggja að yfirvöld geti hlerað símtöl og fengið gögn um þau ef yfirvöld sjá ástæðu til.

Mér þykir þetta frumvarp óhugnarlegt. Mér finnst óhugnarlegt að vita að yfirvöld geti fylgst með manni og hnýst í einkalíf manns án manns eigin vitneskju. Friðhelgi einkalífsins virðist ekki ná lengra en svo að ef yfirvöld telja ástæðu til og telja/segja það vera í almannaþágu þá sé það réttlætanlegt.

Það er óhugnarlegt að vita að sé hægt að fylgjast með manni án vitneskju manns vegna þess að ríkisstjórnin telur ástæðu til. Maður spyr sig einnig hvort þetta sé leið að einhverju enn verra. Eitt er glæpur í dag, hvað verður glæpur á morgun? Ef orð þín þykja nógu grunsamleg til að ástæða sé til að hlera þau, er þá langt í að ummæli þín séu glæpsamleg? Hvað verður um skoðana –og tjáningafrelsi? Síminn er hleraður í dag, mun þess langt að bíða að hlerunarbúnaður verði um allt hús þitt til að fylgjast með öllu sem þú gerir, sérhverri hreyfingu þinni, já jafnvel sérhverri hugsun þinni. Verða hugsanaglæpir glæpir framtíðarinnar? Allt í almannaþágu? Byrja skal brunninn áður en barnið fellur í hann. Minnist einhver bókarinnar 1984 eftir George Orwell? Stóri bróðir fylgist ávallt með þér, allan sólarhringinn, og tryggir að þú farir sjálfum þér og öðrum ekki að voða. Lærðu að elska Stóra bróður, hann vill þér vel.

En hví ættum við fremur að treysta valdinu en þeir virðast treysta okkur? Ætti þetta fremur að vera öfugt? Ef við sjáum ástæðu til að vantreysta valdinu, væri þá ekki eðlilegt að við fengum að fylgjast með öllum þeirra gjörðum og sjá hvort þeim sé treystandi fyrir því valdi sem við felum þeim? Er þeim fremur treystandi sem halda upplýsingum leyndum fyrir okkur„í þágu okkar sjálfra”? Hvað hindrar að ráðamenn fremji glæpsamlegt athæfi, nema það að þá verður það kanski ekki lengur glæpur?

Til er nóg af lögum sem eru slæm. Lög eru ekki réttlætanleg bara út af því að þau eru lög, og þeim á ekki að lúta einungis af þeim sökum. Að lokum verður hver maður að fylgja samvisku sinni. Ef hann finnur að á sér sé brotið að reglurnar séu óréttlátar og að þau brjóti á réttindum hans og meðbræðra hans sem manneskna þá er það réttur hans og skylda að mótmæla óréttlætinu, og hannn verður að gera það strax án þess að bíða eftir meirihluta, annars svíkur hann sjálfan sig. Einungis þannig getur hann verið frjáls.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.