fimmtudagur, apríl 21, 2005

Einar fór í bíó, pars primus



Ég er afar spenntur fyrir kvikmyndahátíðinni, núna búinn að sjá þrjár myndir og langar að sjá fleiri. Alls eru e-ð 22 myndir af 60 sem ég gæti hugsað mér að sjá, en frammistaða mín í próflestri mun víst ráða e-u um hvað ég get séð.
Fyrsta myndin sem ég sá á kvikmyndahátíðinni var mjög áhugaverð og vil ég mæla með að fólki fari og sjái hana. Þetta var kvikmyndinn What The Bleep Do We Know. Það er erfitt að skilegreina hana, ogeins vill maður ekki gefa upp of mikið. Hún er að hluta heimildamynd, en með leiknum atriðum auk vandaðra tæknibrellna. Myndin varpar fram stórum spurningum um lífið og tilveruna og mannshugann, hversu mikið er heimurinn það sem við skynjum, hvernig við búum til mynd af heiminum og síum úr og púslum aftur saman, minni okkar, og ekki síst tilfinningar. Hvers vegna hugsum við eins og við gerum, hví endurtökum við okkur að hversu miklu leiti getum við stjórnað hugsunum okkar og veröld? Þessu og fleiru veltir myndin fyrir sér og rætt er við marga sérfræðinga. Mér fannst þessi mynd mjög góð, hún fær mann virkilega til þess að hugsa. Það var líka frábært að leikstjóri myndarinnar sat fyrir svörum eftir sýningu hennar.
Meira seinna.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.