laugardagur, febrúar 28, 2009
"...oft verið sakaður um að ganga erinda vestrænna ráðamanna."
Well, duh.
Þarf að skera það út í pappa að landið er hernumið og forsetinn kvislingur?
Menn ættu því að geta gert sér í hugarlund hversu frjálsar og lýðræðislegar kosingarnar verða.
Ég splæsi svo Búlluborgara á þann sem getur sagt mér hvenær orðið "hernám" var síðast notað í fréttunum um Afghanistan.
föstudagur, febrúar 27, 2009
Bill Hicks: You're Childen Aren't Special
Bill Hicks um rokktónlist:
Lög dagsins: Pöddulagið og Eldlagið (gat ekki póstað myndböndunum).
þriðjudagur, febrúar 24, 2009
fimmtudagur, febrúar 19, 2009
Ok velkti þá lengi í hafi
Ég sé land!
Hann sér land! kallar maður til manns.
Út í myrkrið er sjónum rennt
Og fagurvængjað flýgur um borð
hið fagnandi lausnarorð.
Það er háreysti og ys,
það er hlátur og þys,
það er hrópað og bent.
Var það hér, eða hvað?
Svo er hikað við.
En menn hafa engan frið -
Sástu land? ó, en hvar?
var það hér? Eða þar?
- þá er hljótt.
Þá er ekkert svar.
En unglingsrödd spurði:
Hvar erum við stödd?
Ég sá ekkert land.
Og ennþá rauf kyrrðina einmana rödd:
Ég sé ekkert land.
Svo varð aftur hljótt.
Það var auðn.
Það var nótt.
Það var ekkert land.
-- Guðmundur Böðvarsson.
miðvikudagur, febrúar 18, 2009
Meira af extreme makeover lögreglunnar:
Fréttaskýring Smugunnar: Lögregla bætir ímynd sína - Kópavogsbær mótmælir en starfsmaður félagsmiðstöðvar hættir.
Lisa Simpson: "Dad, don't you see you're abusing your power like all vigilantes? I mean, if you're the police, who will police the police?"
Homer Simpson: "I dunno. Coast Guard?"
Tanngarður fyrir tönn
Það er aldeilis að hermaðurinn og stríðsfanginn Gilead Shalit hlýtur að vera Ísrael mikils virði, fyrst vopnahlé virðist vera undir því komið að hann verði látinn laus, skv. ísraelskum stjórnmálamönnum. Réttara sagt jafn miklis eða meira virði en þeir rúml. 8000 Palestínumenn sem Ísraelar halda föngnum í fangelsum, þar af margir þingmenn og ráðherrar, um 100 konur og rúmlega 300 börn. Meðal Palestínumaður í ísraelsku fangelsi er er s.s. í mesta lagi virði 1/8000 af virði Shalits. Það eru aldeilis hlutföllin. Gilead Shalit hlýtur að vera algjör dýrlingur.
Og Shalit er sannarlega meira virði en palestínsku bræðurnir tveir sem Ísraelsher handsamaði og flutti yfir landamærin þar sem þeir hurfu í fangelsisnet Ísraels, tveimur dögum áður en Shalit var handsamaður. Á meðan fréttin af Shalit hljómaði hvarvetna og vopnahlé er undir frelsun hans komið hefur varla neitt farið fyrir fréttum af bræðrunum og veit ég ekki til þess að hafi spurst til þeirra síðan.
laugardagur, febrúar 14, 2009
Einn góður
Mamma sendi mér þennan í pósti:
3 lexíur til að læra af:
Lexía 1:
Maður fer í sturtu rétt í þann mund, er konan hans er að ljúka sinni og dyrabjallan hringir.
Konan vefur um sig handklæði og hleypur til dyra.
Hún opnar hurðina og úti stendur Biggi úr næsta húsi.
Áður en henni tekst að koma upp orði segir Biggi: "Ég gef þér hundraðþúsund ef þú lætur handklæðið falla".
Hún hugsar sig um smá stund og lætur svo handklæðið falla og stendur nakin fyrir framan Bigga. Eftir nokkrar sekúndur lætur Biggi hana fá hundraðþúsund og fer.
Konan vefur handklæðinu aftur utan um sig og fer aftur inn.
Þegar hún kemur inn á bað spyr eiginmaðurinn: "Hver var þetta?"
"Þetta var Biggi í næsta húsi", svarar hún.
"Frábært", segir maðurinn, "nefndi hann eitthvað um þessi hundraðþúsund sem hann skuldar mér?"
Boðskapur sögunnar:
Ef þú deilir mikilvægum upplýsingum varðandi lán og áhættu með hluthöfum tímanlega geturðu verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir óþarfa afhjúpun
Lexía 2:
Prestur bauð nunnu far. Hún settist inn og krosslagði fætur, sem varð til að bera fót hennar.
Presturinn missti næstum stjórn á bílnum. Eftir að hafa náð stjórninni aftur, strauk hann hendinni laumulega upp eftir fæti hennar.
Nunnan sagði þá: "Mundu eftir Orðskviðunum 10:4".
Presturinn dró að sér hendina, en þegar hann skipti um gír strauk hann hendinni aftur upp eftir fæti hennar.
Aftur segir nunnan: "Mundu eftir Orðskviðunum 10:4".
Presturinn afsakaði sig og sagði: "Fyrirgefðu systir, holdið er veikt".
Er þau renna í hlað við klaustrið andvarpar nunnan þunglega og fer sína leið.
Þegar presturinn kemur í kirkjuna flettir hann upp Orðskviðunum 10:4. Þar stóð: " Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd".
Boðskapur sögunnar:
Ef þú ert ekki vel upplýstur í starfi þínu gætirðu misst af stórkostlegum tækifærum
Lexía 3:
Sölumaður, ritari og deildarstjóri eru á leið í mat þegar þau finna fornan olíulampa.
Þau nudda lampann og út kemur töfraandi. Andinn segir: "Ég veiti hverju ykkar eina ósk".
"Ég fyrst! Ég fyrst!", segir ritarinn. "Ég vil vera á Bahamaeyjum á hraðbát algerlega áhyggjulaus". Og púff! Hún er horfin.
"Næst ég! Næst ég!", segir sölumaðurinn. "Ég vil vera á Hawaii að slaka á með einkanuddara og endalausar birgðir af Pina Colada og ástinni minni". Og púff! Hann er horfinn.
"Allt í lagi, það er komið að þér", segir andinn við deildarstjórann.
Deildarstjórinn segir: "Ég vil að þessi tvö verði komin aftur á skrifstofuna eftir mat".
Boðskapur sögunnar:
Alltaf láta yfirmanninn tala fyrst.
...
Lag dagsins: Wanna Be Startin' Somethin'með Michael Jackson, af plötunni Thriller.
föstudagur, febrúar 13, 2009
The best laid schemes o' mice an' men gang aft agley
Mér þótti miður að missa af Burns Supper um daginn, í minningu skoska þjóðskáldsins Robert Burns, en í ár eru 350 ár frá fæðingu hans. Ég hef mikið dálæti á Burns, auk þes sem þarna var boðið upp á haggis, skoskt viský, söng og ljóðalestur. Ég held ekki síst upp á ljóðið hans To a Mouse, sem hann ykrir til músar hvers hreiður hann plægði í svaðið í ógáti. John Steinbeck sótti titilinn á skáldsögu sinn Of Mice and Men í ljóðið. Ég skelli skosku frumútgáfunni hér og hlekk á ensku þýðinguna:
Wee, sleekit, cowrin, tim'rous beastie,
O, what a panic's in thy breastie!
Thou need na start awa sae hasty
Wi bickering brattle!
I wad be laith to rin an' chase thee,
Wi' murdering pattle.
I'm truly sorry man's dominion
Has broken Nature's social union,
An' justifies that ill opinion
Which makes thee startle
At me, thy poor, earth born companion
An' fellow mortal!
I doubt na, whyles, but thou may thieve;
What then? poor beastie, thou maun live!
A daimen icker in a thrave
'S a sma' request;
I'll get a blessin wi' the lave,
An' never miss't.
Thy wee-bit housie, too, in ruin!
It's silly wa's the win's are strewin!
An' naething, now, to big a new ane,
O' foggage green!
An' bleak December's win's ensuin,
Baith snell an' keen!
Thou saw the fields laid bare an' waste,
An' weary winter comin fast,
An' cozie here, beneath the blast,
Thou thought to dwell,
Till crash! the cruel coulter past
Out thro' thy cell.
That wee bit heap o' leaves an' stibble,
Has cost thee monie a weary nibble!
Now thou's turned out, for a' thy trouble,
But house or hald,
To thole the winter's sleety dribble,
An' cranreuch cauld.
But Mousie, thou art no thy lane,
In proving foresight may be vain:
The best laid schemes o' mice an' men
Gang aft agley,
An' lea'e us nought but grief an' pain,
For promis'd joy!
Still thou are blest, compared wi' me!
The present only toucheth thee:
But och! I backward cast my e'e,
On prospects drear!
An' forward, tho' I canna see,
I guess an' fear!
Ensk þýðing ljóðsins
Monty Python-liðar heiðra svo annað skoskt ljóðskáld, Ewan McTeagle:
miðvikudagur, febrúar 11, 2009
Á meðan ég harma árásina í Kabúl og mannfallið, og er ekki um talibana gefið...
...þá hlýt ég að spyrja mig hvaða móralska grundvöll hernámslið hafi til að fordæma aðgerðir andspyrnunnar.
Í byltingu er barn oss fætt:
Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009.
Undurfagra yngismær
Eldey Vésteinsdóttir
ætíð vaki yfir þér
allar góðar dróttir
Blíð og góð
blundar telpan
væn og vær
Vésteinsdóttir
seytján merkur
mældist barnið
yndisleg stúlka
stór og fögur
Gefi Gígju
góða daga
vegferð trausta
í veðrum lífsins
borið er barn
í byltingu
ástríkum foreldrum
æ til heilla
sunnudagur, febrúar 08, 2009
Þrjár góðar greinar
Löng (16 síður) en stórfróðleg grein eftir Noam Chomsky:"Exterminate all the Brutes": Gaza 2009. Vel þess virði að gefa sér næði til að lesa.
John Pilger flettir ofan af goðsögnum eins og um "hlutleysi" BBC og "breytingar" Obama og leyfir þvert á móti dæmunum að tala sínu máli í nýrri grein sinni; The Politics of Bollocks
Loks skrifar Uri Avnery greinina Dirty Socks um fyrirhugaðar kosningar í Ísrael.
fimmtudagur, febrúar 05, 2009
"Saka Hamas um að stela hjálpargögnum"
Það eru ljótu fréttirnar af samskiptum Sameinuðu þjóðanna og Hamas, skv. mbl.is, ef rétt reynist. Ásakanirnar eru sannarlega alvarlegar. Það er auðvitað eins erfitt að ætla að fullyrða og að útiloka að Hamas hafi hér verið að verki. Sjálfir neita þeir sök.
Mér þætti hins vegar ágætt að þekkja betur til aðdragandans ef hann er eins starfsmaður Sameinuðu þjóðanna lýsir honum;
Hvers vegna treysti Hamas ekki Sameinuðu þjóðunum til að koma nauðþurftum til íbúa Gaza? Hvers vegna vantreystu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna Hamas-liðum? Hvers vegna reyndu aðilarnir ekki fremur að standa saman að því sem hlýtur að vera sameiginlegt markmið; s.s. að aðstoða fólk í neyð á Gaza?
Það ríkir auðvitað neyðarástand á Gaza og við slíkar aðstæður geta menn sannarlega gert ýmislegt örvæntingarfullt. Hversu sem slíkt kann að e-u leiti að skýra gjörðir deiluaðilanna, þá er erfitt að sjá neina réttlætingu á því, allav. þegar nánari skýringar liggja ekki fyrir.
Sameinuðu þjóðirnar verða að geta sinnt hlutverki sínu og aðstoðað nauðþurfta ótruflað og það sama gildir um öll þau mannréttinda- og hjálparsamtök sem reyna að aðstoða á svæðinu, sama hver á hlut að máli.
Uri Avnery skrifar um stríðsglæpi:Black Flag.
Radika Sainath skrifar um vopnaða og friðsama andspyrnu:The Indian Example.
Noam Chomsky skrifar: Obama on Israel-Palestine.
miðvikudagur, febrúar 04, 2009
Hvalveiðar, túrismi og einstaka sparnaðarhugmyndir
Ég legg til að teknar verði upp hvalveiðaskoðunarferðir á Íslandi til að efla í senn túrismann og innlenda framleiðslu og útflutning.
Ég minni svo á fyrri hugmyndir mínar um að bjóða upp á bjarndýraskytterí og eins mætti bjóða upp á sýnikennslu í uppstoppun. Kjötið mætti jafnvel flytja úr landi eða brúka þegar harðnar á dalnum. Hljómar súrsað ísbjarnakjöt ekki girnilega?
Áður en lagst er í allsherjar niðurskurð á grundvallarstoðum samfélagsins, menntun og heilbrigði þá er ég með nokkrar hugmyndir að niðurskurði sem mætti byrja á, og þar með spara strax dágóðan skilding:
1) Leggja niður þjóðkirkjuna sem ríkisstyrkta stofnun
2) Leggja niður Varnarmálastofnun.
3) Segja okkur úr NATO og hætta að dæla fé til "varnarsamstarfs". Taka jafnframt upp friðsamari utanríkisstefnu. Þaer gætum við t.a.m. sýna þar fordæmi með því að slíta stjórnmálasambandi við ísrael í kjölfar árásanna á Gaza og til að andmæla áratuga hernámi og mannréttindabrotum.
4) Draga úr ofurlaunum og miljónastarfslokasamningum. Láta ráðamenn vera með laun á við aðra ríkisstarfsmenn.
Ég styð það fyllilega að eigur auðjöfranna verði frystar, ef því verður komið við. Eins líst mér vel á að prófkjörsskipulaginu verði breytt, svo kjósendur geti sjálfið valið upröðun á listanum sem þeir kjósa.
En ætli nokkur hlusti svo sem á skríl eins og mig?
þriðjudagur, febrúar 03, 2009
mánudagur, febrúar 02, 2009
Það verður ekki af Rauða hernum skafið...
...að hann hefur stórfenglegan karlakór, sem hér flytur Otchi Tschernye (Svörtu augun):
Hvað þá flutningur þeirra áPolyushka Polye
Polyushka Polye - Red Army Choir
...
og svo við höldum áfram í frábærri tónlist; þá hef ég alltaf verið hrifinn af þessari aríu (líka æðislegt að syngja Webber-syrpuna í MR-kórnum), hvað þá í þessum flutningi (í senn íðilfagur og übersexý):