miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Í byltingu er barn oss fætt:
Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009.

Undurfagra yngismær
Eldey Vésteinsdóttir
ætíð vaki yfir þér
allar góðar dróttir

Blíð og góð
blundar telpan
væn og vær
Vésteinsdóttir
seytján merkur
mældist barnið
yndisleg stúlka
stór og fögur

Gefi Gígju
góða daga
vegferð trausta
í veðrum lífsins
borið er barn
í byltingu
ástríkum foreldrum
æ til heilla

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.