fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Ok velkti þá lengi í hafi

Ég sé land!
Hann sér land! kallar maður til manns.
Út í myrkrið er sjónum rennt
Og fagurvængjað flýgur um borð
hið fagnandi lausnarorð.
Það er háreysti og ys,
það er hlátur og þys,
það er hrópað og bent.
Var það hér, eða hvað?
Svo er hikað við.
En menn hafa engan frið -
Sástu land? ó, en hvar?
var það hér? Eða þar?
- þá er hljótt.
Þá er ekkert svar.

En unglingsrödd spurði:
Hvar erum við stödd?
Ég sá ekkert land.

Og ennþá rauf kyrrðina einmana rödd:
Ég sé ekkert land.

Svo varð aftur hljótt.
Það var auðn.
Það var nótt.

Það var ekkert land.


-- Guðmundur Böðvarsson.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.