miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Hvalveiðar, túrismi og einstaka sparnaðarhugmyndir

Ég legg til að teknar verði upp hvalveiðaskoðunarferðir á Íslandi til að efla í senn túrismann og innlenda framleiðslu og útflutning.
Ég minni svo á fyrri hugmyndir mínar um að bjóða upp á bjarndýraskytterí og eins mætti bjóða upp á sýnikennslu í uppstoppun. Kjötið mætti jafnvel flytja úr landi eða brúka þegar harðnar á dalnum. Hljómar súrsað ísbjarnakjöt ekki girnilega?


Áður en lagst er í allsherjar niðurskurð á grundvallarstoðum samfélagsins, menntun og heilbrigði þá er ég með nokkrar hugmyndir að niðurskurði sem mætti byrja á, og þar með spara strax dágóðan skilding:

1) Leggja niður þjóðkirkjuna sem ríkisstyrkta stofnun
2) Leggja niður Varnarmálastofnun.
3) Segja okkur úr NATO og hætta að dæla fé til "varnarsamstarfs". Taka jafnframt upp friðsamari utanríkisstefnu. Þaer gætum við t.a.m. sýna þar fordæmi með því að slíta stjórnmálasambandi við ísrael í kjölfar árásanna á Gaza og til að andmæla áratuga hernámi og mannréttindabrotum.
4) Draga úr ofurlaunum og miljónastarfslokasamningum. Láta ráðamenn vera með laun á við aðra ríkisstarfsmenn.

Ég styð það fyllilega að eigur auðjöfranna verði frystar, ef því verður komið við. Eins líst mér vel á að prófkjörsskipulaginu verði breytt, svo kjósendur geti sjálfið valið upröðun á listanum sem þeir kjósa.

En ætli nokkur hlusti svo sem á skríl eins og mig?

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.