miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Tanngarður fyrir tönn

Það er aldeilis að hermaðurinn og stríðsfanginn Gilead Shalit hlýtur að vera Ísrael mikils virði, fyrst vopnahlé virðist vera undir því komið að hann verði látinn laus, skv. ísraelskum stjórnmálamönnum. Réttara sagt jafn miklis eða meira virði en þeir rúml. 8000 Palestínumenn sem Ísraelar halda föngnum í fangelsum, þar af margir þingmenn og ráðherrar, um 100 konur og rúmlega 300 börn. Meðal Palestínumaður í ísraelsku fangelsi er er s.s. í mesta lagi virði 1/8000 af virði Shalits. Það eru aldeilis hlutföllin. Gilead Shalit hlýtur að vera algjör dýrlingur.
Og Shalit er sannarlega meira virði en palestínsku bræðurnir tveir sem Ísraelsher handsamaði og flutti yfir landamærin þar sem þeir hurfu í fangelsisnet Ísraels, tveimur dögum áður en Shalit var handsamaður. Á meðan fréttin af Shalit hljómaði hvarvetna og vopnahlé er undir frelsun hans komið hefur varla neitt farið fyrir fréttum af bræðrunum og veit ég ekki til þess að hafi spurst til þeirra síðan.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.