fimmtudagur, febrúar 05, 2009

"Saka Hamas um að stela hjálpargögnum"

Það eru ljótu fréttirnar af samskiptum Sameinuðu þjóðanna og Hamas, skv. mbl.is, ef rétt reynist. Ásakanirnar eru sannarlega alvarlegar. Það er auðvitað eins erfitt að ætla að fullyrða og að útiloka að Hamas hafi hér verið að verki. Sjálfir neita þeir sök.
Mér þætti hins vegar ágætt að þekkja betur til aðdragandans ef hann er eins starfsmaður Sameinuðu þjóðanna lýsir honum;
Hvers vegna treysti Hamas ekki Sameinuðu þjóðunum til að koma nauðþurftum til íbúa Gaza? Hvers vegna vantreystu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna Hamas-liðum? Hvers vegna reyndu aðilarnir ekki fremur að standa saman að því sem hlýtur að vera sameiginlegt markmið; s.s. að aðstoða fólk í neyð á Gaza?
Það ríkir auðvitað neyðarástand á Gaza og við slíkar aðstæður geta menn sannarlega gert ýmislegt örvæntingarfullt. Hversu sem slíkt kann að e-u leiti að skýra gjörðir deiluaðilanna, þá er erfitt að sjá neina réttlætingu á því, allav. þegar nánari skýringar liggja ekki fyrir.
Sameinuðu þjóðirnar verða að geta sinnt hlutverki sínu og aðstoðað nauðþurfta ótruflað og það sama gildir um öll þau mannréttinda- og hjálparsamtök sem reyna að aðstoða á svæðinu, sama hver á hlut að máli.

Uri Avnery skrifar um stríðsglæpi:Black Flag.

Radika Sainath skrifar um vopnaða og friðsama andspyrnu:The Indian Example.

Noam Chomsky skrifar: Obama on Israel-Palestine.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.