miðvikudagur, maí 07, 2008

Einu sinni var...

Það er oft gaman að hlusta á gamalt efni með hljómsveitum og tónlistarmönnum, ekki síst er áhugavert að sjá hvernig tónlistarmenn og sveitir þróast og að bera saman nýrra efni og eldra. Svo er líka gaman þegar sveitir hafa prófað ólíkan stíl. Merkilegt hvað margt hefur elst vel. Oft hugsar maður líka, "djöfull voru þeir/þær/þau ungir/ungar/ung". Hér fylgja nokkrar góðar upptökur, misþekktar.

I"'ve been doing this show for so long that when I started, the Ayatollah only had a goatee"
--Krusty the Clown


Judas Priest flytja Rocka Rolla af samnefndri fyrstu plötu þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé Rob Halford síðhærðan. Klæðaburður þeirra átti líka eftir að breytast eilítið.



Jeff Beck-grúppan: Shapes of Things. Söngvarinn er Rod Stewart og bassaleikarinn er Ron Wood, sem seinna fór í The Rolling Stones.


The High Numbers (a.k.a. The Who) flytja Ooh Pooh Pah Doo og I Gotta Dance to Keep from Crying á Railway Hotel árið 1964:


In another land með The Rolling Stones af plötunni Their Satanic Majesty's Request frá árinu 1967. Hér voru þeir í flower-power gírnum og gerðu mörg afbragðs lög, þar á meðal þetta en höfðu líklega aldrei hljómað jafn ólíkt sínu "dæmigerða" sándi. Eitt af fáum dæmum um það að Bill Wyman bassaleikari syngi, en hann samdi lagið.

Ice Cream Man með Tom Waits af plötunni Closing Time.

Arnold Layne með Pink Floyd


David Bowie: When I'm Five


Alice Cooper-grúppan flytur Is It My Body árið 1972



Deep Purple flytja Hush.



The Jacksons: Can You Feel It?



Iron Maiden: Women In Uniform.


Hawkind: Silver Machine. Söngvarinn og bassaleikarinn er Lemmy Kilmister, sem seinna stofnaði Motörhead, sem hann hefur farið fyrir síðan.


Cat Sevens: Matthew and Son

The Birthday Party: Nick The Stripper.. Jamm, þetta er Nick Cave sem syngur.

og síðast en ekki síst; Flower People með Spinal Tap: :)


Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.