þriðjudagur, maí 06, 2008

Próflok og heimildamyndahátíð

Furðuleg tilfinning að vera búinn með síðasta prófið sitt. Nú er einungis BA-ritgerðin eftir og mamma farinn að reka á eftir mér með hana. Prófið gekk annars bærilega,held ég bara. Þessir kúrsar hafa verið áhugaverðir og afar skemmtilegir, þrátt fyrir að hafa stundum verið strembnir (fyrst og fremst Nichols-bókin).

Nú um helgina verður Skjaldborg, alþjóðleg heimildamyndahátíð, haldin á Patreksfirði og er ég staðráðinn í að fara þangað. Ókeypis er á allar myndir, sýndar verða rúmlega tuttugu, flestar íslenskar en nokkrar erlendar. Meðal annara verða sýndar 3 klassískar heimildamyndir Maysles-bræðra, Gimme Shelter, Salesman og Grey Gardens. Sjálfur hef ég séð Gimme Shelter og Salesman og sýnist Grey Gardens forvitnileg. Smelli treilerunum fyrir þær hér:







Meðal íslenskra heimildamynda er mynd um ömmu mína, tónskáldið Jórunni Viðar, eftir Ara Alexander Ergis Magnússon. Sýnist hún samt enn í vinnslu, hafi ég skilið upplýsingarnar á síðunni rétt. Engu að síður er ég að sjálfsögðu forvitinn.

Albert Maysles verður heiðursgestur hátíðarinnar, og kennarinn minn, Björn Ægir Norðfjörð kvikmyndafræðingur mun stýra spjalli við hann. Nýjasta mynd Maysles, The Gates, verður auk þess sýnd á hátíðinni. Þess má geta að Maysles-bræður gerður líka heimildamyndina Monterey Pop Festival.

Ég er ekki alveg ráðinn hvort ég flýg eða ek, er sjálfur bíllaus, við Doddi og Kristján höfum hug á að fara, en ekki ljóst hvort þeir komast þegar þetta er skrifað.

Heimasíða hátíðarinnar

Eftir tæplega tvær vikur fer ég með kórnum til Póllands. Verðum fyrst 3 daga í Berlín. Ég er strax farinn að iða í skinninu.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.