fimmtudagur, maí 15, 2008

NAKBA - 60 ára hernám Saga hörmunga, landflótta, andspyrnu og þrautseigju. Opinn fundur á Kaffi Reykjavík í kvöld - fimmtudagskvöldið 15. maí




Árið 1948 hröktust 750.000 Palestínumenn frá heimilum sínum. Mesta flóttamannavandamál sögunnar varð til og í dag eru um fimm milljónir Palestínumanna fjarri heimkynnum sínum og fá ekki að snúa heim aftur. Í Evrópu litu flestir á stofnun Ísraelsríkis árið 1948 sem kraftaverk en Palestínumenn upplifa það sem meiriháttar hörmungar, Nakba, sem ekki sér fyrir endann á.

Ályktanir Allsherjarþings S.Þ. á hverju ári allt frá árinu 1949, um rétt flóttafólksins til að snúa heim aftur og til bóta fyrir sinni missi, hafa engu um það breytt, heldur ekki alþjóðlög, mannúðar- og mannréttindasáttmálar sem kveða skýrt á um rétt flóttfólks til að snúa heim aftur. Undanfarin sextíu ár eru ár mikilla hörmunga fyrir palestínsku þjóðina, bæði á herteknu svæðunum og hjá þeim sem hírast í flóttamannabúðum og hafa gert kynslóð fram af kynslóð.

60 ára hernámi Palestínu er þessa daganna minnst víða um heim. Félagið Ísland-Palestína minnist atburðana frá 1948 með opnum fundi á Kaffi Reykjavík, fimmtudaginn 15. maí kl. 19:30 undir yfirskriftinni; 'NAKBA - 60 ára hernám Palestínu - Saga hörmunga, landflótta, andspyrnu og þrautsegju'. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.



----------------------------------------------------------------

NAKBA - 60 ára hernám Palestínu
Saga hörmunga, landflótta, andspyrnu og þrautsegju
Opinn fundur á Kaffi Reykjavík, fimmtudagskvöldið 15. maí kl. 19:30

Sýnd verður verðlaunamynd eftir breska blaðamanninn John Pilger:
Palestine is still the issue (Palestína er enn málið)*

Ræður flytja:
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrv. ráðherra
Salmann Tamimi tölvunarfræðingur

----------------------------------------------------------------

*Undirritaður mælir eindregið með þessari mynd, John Pilger er enda í miklum hávegum hjá honum. Bendi einnig á heimasíðu Pilgers, en það er hlekkur á hana hægra megin á síðunni.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.