Sumarnætur
Þegar miðnætursólin skín
stíga blómarósirnar úr dvala
skríða úr vetrarhíðinu
og springa út
söngvarnir óma
og dansinn dunar
trumbuslög hjartanna
eitt brennur, annað brestur
vessar streyma inn og út í villtri hringrás
þau rísa í vestri og hníga í austri
því fengitíminn er hafinn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli