miðvikudagur, maí 25, 2005

Einar fór í bíó, pars quartus:
Star Wars - Revenge of the Sith



The circle is complete. Fór á Revenge of the Sith úti í Svíþjóð með Arnari. Þvílík mynd! Hún fór fram úr mínum fremstu vonum og skildi mig eftir agndofa. Allt gengur upp og hún tengir vel við báðar seríur. Þessi mynd verður klassík, hlýðið á orð mín! Sendi yl um gamla nördahjartað, á svona stundum verður maður stoltur af að vera Star Wars-nörd. Hefði kannski mátt kalla hana Revenge of the Nerds- With a Vengence ;) Ætla svo aftur á hana með Dodda. Þessi mynd er lang lang besta myndin af þeim nýju by far og tvímælalaust ein allra besta Star Wars-myndin. Gætum jafnvel tekið maraþon. Hlakka til þegar hún kemur á DVD, þá ætla ég þokkalega að kaupa hana, ásamt Attack of the Clones og Clone Wars-þáttunum, verður líka gaman að geta horft á þetta frá a-ö.


Ég er annars nýkominn inn í The Sopranos. Búinn að horfa dálítið á fyrstu og aðra seríuna og fílaði mjög vel. Snilldarþættir.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.