þriðjudagur, maí 10, 2005

Einar fór í bíó, pars tertius





Doddi bauð mér um daginn á Nexus-forsýningu kvikmyndarinnar Sin City og mér fannst hún frábær. Ekki síst þetta yndislega noir-andrúmsloft í myndinni og geggjuð cinematógrófía. Sin City er skugalegt syndabæli með spillingu, ofbeldi og kynlífi. Myndatkan og sjónarhorn eru stórkostleg, notkun skugga og ljóss er virkilega flott. Myndin er tekin upp í svart/hvítu og eini liturinn sem birtist er rauður, t.d. blóð, varalitur, kjóll, bílar o.s.frv. Myndin byggir á myndasögunum eftir Frank Miller. Hún er afar trú myndasögunum og færir í raun hvern ramma beint á tjaldið. Hafði reyndar ekki lesið myndasögurnar þegar ég sá myndina. Það er annars mjög misjafnt hvernig kvikmyndir byggðar á mydasögum koma út en ég sver það, þetta er eins gott og það gerist! Frábærir leikarar sem spellpassa hlutverkin, góður söguþráður, flottur og létt klisjukenndur díalóg (hann á nú oft að vera það, það er allir klassísku noir-frasarnir) sem svínvirkar. Myndin mun byggja á þremur bókum úr seríunni, fléttar þrjár sögur saman. Fyrst er það ófrýnilega tröllið Marv (Mickey Rourke) sem fer í hefndarför að leita uppi Goldie, sem var honum góð og hann átti ljúfa nótt með en liggur dauð næsta morgunn, heiðarlega löggan Hartigan (Bruce Willis) sem tilheyrir fámennum hópi og renir að vernda litla stúlku fyrir barnaperra og Dwight flækist inn í yfirvofandi stríð milli löggunnar og vændiskvenna. Að sjálfsögðu býr svo meira að baki, en ég vil ekki gefa meira upp, til að spilla ekki fremur sögunni. Myndin verður frumsýnd eftir mánuð og hvet ég fólk til að skella sér þá á hana. Það spillti svo ekki fyrir ánægjunni að sjá myndina textalausa og án hlés. :)

Keypti mér svo fyrstu bókina, The Hard Goodbye í gær, sem er sagan af Marv. Mögnuð bók, alveg þrælmögnuð. Þó ekki séu nema teikníngarnar sem eru gjarnan gerðar í eins konar negative-stíl, „less is more“-hugsun með ljós og skugga, ýmist svart/hvítt eða hvít/svart.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.